Sigurinn ekki unninn hjá Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2019 06:15 Boris Johnson þykir sigurstranglegur. AP Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30
Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59