Mögnuð saga Þjóðhátíðar skrásett í nýrri heimildarmynd Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 16:45 Áætlað er að frumsýna myndina í júlí. Fólkið í Dalnum. Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2013 og sögðu þeir löngu kominn tíma til að skrásetja magnaða sögu Þjóðhátíðar. Upphaflega var ætlunin að gera einni stakri hátíð skil en fljótlega kom á daginn að ein hátíð myndi ekki duga, því hafa þeir Skapti og Sighvatur unnið að myndinni síðustu fimm árin. „Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur. Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og höfundur þjóðhátíðarlaganna Þar sem hjartað slær frá árinu 2012 og Ástin á sér stað frá 2016, sér um tónlistina í myndinni. „Þegar Sighvatur og Skapti Örn báðu mig um að taka að mér tónlistina í myndinni þá var svarið einfalt og svarið var já. Eftir 10 ár í Dalnum fannst mér ég vera tilbúinn í að skapa stemningu fyrir þessa mynd sem lýsir því hvernig mér líður þegar ég geng um Herjólfsdal,“ segir Halldór Gunnar. Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2013 og sögðu þeir löngu kominn tíma til að skrásetja magnaða sögu Þjóðhátíðar. Upphaflega var ætlunin að gera einni stakri hátíð skil en fljótlega kom á daginn að ein hátíð myndi ekki duga, því hafa þeir Skapti og Sighvatur unnið að myndinni síðustu fimm árin. „Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur. Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og höfundur þjóðhátíðarlaganna Þar sem hjartað slær frá árinu 2012 og Ástin á sér stað frá 2016, sér um tónlistina í myndinni. „Þegar Sighvatur og Skapti Örn báðu mig um að taka að mér tónlistina í myndinni þá var svarið einfalt og svarið var já. Eftir 10 ár í Dalnum fannst mér ég vera tilbúinn í að skapa stemningu fyrir þessa mynd sem lýsir því hvernig mér líður þegar ég geng um Herjólfsdal,“ segir Halldór Gunnar. Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira