Pressan á að líða vel eykst með hækkandi sól Gunnþórunn Jónsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júní 2019 16:00 Grétar Björnsson félagsfræðingur. Grétar Björnsson er félagsfræðingur að mennt og er um þessar mundir að ná sér í kennararéttindi við Háskóla Íslands. Hann hefur í gegnum tíðina glímt við andlega erfiðleika, en náði sér á strik og hefur undanfarin ár búið við góða andlega heilsu. Grétar hefur heyrt sögur margra, sem glíma við andlega erfiðleika, um hvað árstíðaskiptin hafa mikil áhrif á þá. „Ég hef heyrt marga tala um það að þeir upplifi að birtan og sumarið hafi í för með sér væntingar sem ekki er auðvelt að standa undir. Fólk sem er kannski með krónískt þunglyndi eða kvíða, það getur orðið enn meiri pressa með hækkandi sól að líða vel og hafa gaman. Það að sjá alla í kringum sig vera að njóta sumarsins á meðan þér líður illa. Þetta eru alveg algengar tilfinningar held ég,“ útskýrir Grétar. „Ég held að það eigi almennt við um fólk sem er að ganga í gegn um einhverja persónulega erfiðleika, þeir fara ekkert í burtu frá þér þó það sé einhver sól og oft getur það bara aukið á vanlíðanina að vera ekki með. Halda að allir aðrir hafi það bara frábært og þú sért einhvern veginn ekki með.“ Grétar segir þetta þó ekki gerast yfir nótt, að minnsta kosti ekki í sínu tilfelli. „Þetta er meira ferli og gerist ekki á einum sólardegi. Ég man þegar ég var yngri þá var ég að glíma við miklar geðsveiflur. Ég var sjaldan í jafnvægi, oftast hátt uppi eða langt niðri. Ég hef upplifað bæði á vorin og í byrjun sumars, þegar birtan verður meiri, að ég hef farið í mikla geðhæð. Þá hefur það lýst sér þannig að ég hef hraðari hugsanir, aukna vellíðan, en keyri samt fram úr mér. Það hefur verið hættulegt,“ segir Grétar og lýsir því að um mitt sumar hafi hann verið búinn með batteríin. „Svo hef ég líka upplifað það að vera í geðlægð þegar góði tíminn kemur. Hækkandi sól, vorið, frábæra veðrið og allt það og það hefur verið mjög erfitt. Það er þessi samfélagslega pressa, að allt eigi að vera svo frábært af því að sólin skín og þú ert ekki með og maður setur svo mikla pressu á sjálfan sig. Allt á að vera svo frábært en það gengur ekki. Ég tel það ekkert endilega bara tengt andlegum erfiðleikum. Það er fullt af samfélagshópum, sem líður ekki vel, og líður verr á þessum árstíma,“ segir Grétar og tekur dæmi af vinkonu sinni sem er að ganga í gegnum skilnað. „Árstíminn eykur á vanlíðan hennar. Það væri auðveldara fyrir hana ef það væri bara rigning og rok. Ég þekki svo aðra manneskju sem er bundin við rúmið út af bakverkjum; ég var að tala við hana í dag og hún sagði líka að það væri auðveldara ef það væri bara eins og síðasta sumar, bara dimmt og grátt af því hún er soldið föst heima fyrir. Síðan hef ég talað við annan vin minn sem er einstæðingur, honum líður betur á veturna af því hann hefur kannski engan til að gleðjast með á þessum tíma. Svo er fullt af alls konar fólki, til dæmis aldraðir sem eru kannski búnir að missa orkuna. Það eru þessar væntingar að allt eigi að vera svo frábært og síðan gerist það ekki fyrir þig. Það eykur á erfiðleikana. Það eru vonbrigði og brostnar væntingar.“Hættulegur samanburður Grétar bendir á að hægt sé að takast á við erfiðleika og fólk verði að miða við sjálft sig en ekki aðra. „Maður má ekki vera að detta í þessar bilaðslegu viðmiðanir. Af því að einhver póstaði mynd af sér á Instagram að fá sér ís og þú varst heima og komst ekki út. Það þýðir ekki að það hafi verið svo gaman hjá honum en glatað hjá þér því þú varst heima og komst ekki út. Þetta er hættulegur samanburður. Ef þér líður vel, farðu út og njóttu sólarinnar. Ef þér líður ekki vel þá er ástæða fyrir því sem þú þarft að horfast í augu við og takast á við. Þegar manni líður illa er það seinasta sem maður á að gera að berja sjálfan sig niður. Maður þarf að takast á við þetta með skynsemi, þolinmæði og rökhugsun.“ Heilsa Samfélagsmiðlar Veður Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Grétar Björnsson er félagsfræðingur að mennt og er um þessar mundir að ná sér í kennararéttindi við Háskóla Íslands. Hann hefur í gegnum tíðina glímt við andlega erfiðleika, en náði sér á strik og hefur undanfarin ár búið við góða andlega heilsu. Grétar hefur heyrt sögur margra, sem glíma við andlega erfiðleika, um hvað árstíðaskiptin hafa mikil áhrif á þá. „Ég hef heyrt marga tala um það að þeir upplifi að birtan og sumarið hafi í för með sér væntingar sem ekki er auðvelt að standa undir. Fólk sem er kannski með krónískt þunglyndi eða kvíða, það getur orðið enn meiri pressa með hækkandi sól að líða vel og hafa gaman. Það að sjá alla í kringum sig vera að njóta sumarsins á meðan þér líður illa. Þetta eru alveg algengar tilfinningar held ég,“ útskýrir Grétar. „Ég held að það eigi almennt við um fólk sem er að ganga í gegn um einhverja persónulega erfiðleika, þeir fara ekkert í burtu frá þér þó það sé einhver sól og oft getur það bara aukið á vanlíðanina að vera ekki með. Halda að allir aðrir hafi það bara frábært og þú sért einhvern veginn ekki með.“ Grétar segir þetta þó ekki gerast yfir nótt, að minnsta kosti ekki í sínu tilfelli. „Þetta er meira ferli og gerist ekki á einum sólardegi. Ég man þegar ég var yngri þá var ég að glíma við miklar geðsveiflur. Ég var sjaldan í jafnvægi, oftast hátt uppi eða langt niðri. Ég hef upplifað bæði á vorin og í byrjun sumars, þegar birtan verður meiri, að ég hef farið í mikla geðhæð. Þá hefur það lýst sér þannig að ég hef hraðari hugsanir, aukna vellíðan, en keyri samt fram úr mér. Það hefur verið hættulegt,“ segir Grétar og lýsir því að um mitt sumar hafi hann verið búinn með batteríin. „Svo hef ég líka upplifað það að vera í geðlægð þegar góði tíminn kemur. Hækkandi sól, vorið, frábæra veðrið og allt það og það hefur verið mjög erfitt. Það er þessi samfélagslega pressa, að allt eigi að vera svo frábært af því að sólin skín og þú ert ekki með og maður setur svo mikla pressu á sjálfan sig. Allt á að vera svo frábært en það gengur ekki. Ég tel það ekkert endilega bara tengt andlegum erfiðleikum. Það er fullt af samfélagshópum, sem líður ekki vel, og líður verr á þessum árstíma,“ segir Grétar og tekur dæmi af vinkonu sinni sem er að ganga í gegnum skilnað. „Árstíminn eykur á vanlíðan hennar. Það væri auðveldara fyrir hana ef það væri bara rigning og rok. Ég þekki svo aðra manneskju sem er bundin við rúmið út af bakverkjum; ég var að tala við hana í dag og hún sagði líka að það væri auðveldara ef það væri bara eins og síðasta sumar, bara dimmt og grátt af því hún er soldið föst heima fyrir. Síðan hef ég talað við annan vin minn sem er einstæðingur, honum líður betur á veturna af því hann hefur kannski engan til að gleðjast með á þessum tíma. Svo er fullt af alls konar fólki, til dæmis aldraðir sem eru kannski búnir að missa orkuna. Það eru þessar væntingar að allt eigi að vera svo frábært og síðan gerist það ekki fyrir þig. Það eykur á erfiðleikana. Það eru vonbrigði og brostnar væntingar.“Hættulegur samanburður Grétar bendir á að hægt sé að takast á við erfiðleika og fólk verði að miða við sjálft sig en ekki aðra. „Maður má ekki vera að detta í þessar bilaðslegu viðmiðanir. Af því að einhver póstaði mynd af sér á Instagram að fá sér ís og þú varst heima og komst ekki út. Það þýðir ekki að það hafi verið svo gaman hjá honum en glatað hjá þér því þú varst heima og komst ekki út. Þetta er hættulegur samanburður. Ef þér líður vel, farðu út og njóttu sólarinnar. Ef þér líður ekki vel þá er ástæða fyrir því sem þú þarft að horfast í augu við og takast á við. Þegar manni líður illa er það seinasta sem maður á að gera að berja sjálfan sig niður. Maður þarf að takast á við þetta með skynsemi, þolinmæði og rökhugsun.“
Heilsa Samfélagsmiðlar Veður Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira