Erlent

Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. Getty/Keith Tsuji
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína.

Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við meðþví að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur.

Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingiðí Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður íþví að koma til móts við mótmælendur.

Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×