Týndar töskur rétt fyrir brottför í brúðkaup aldarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 11:15 Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum. Instagram/@gylfisig23 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra
Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira