Afmælisgjöf til Íslendinga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júní 2019 08:09 "Við völdum verk sem hafa djúpa sögu að segja,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir. Hún er annar sýningarstjóri Talaðu við mig! sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Fréttablaðið/Anton Brink Sýningin Talaðu við mig! Runā ar mani! Talk to Me! stendur yfir í Listasafninu á Akureyri til 22. september. Þar eru sýnd verk nítján lettneskra listamanna. Sýningarstjórar eru Astrida Rogule, safnafræðingur og Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Yfirskrift sýningarinnar gefur til kynna þverstæðukenndar aðstæður: Á sama tíma og samskipti verða tíðari gerist það æ sjaldnar að fólk tali saman augliti til auglitis. Þessi staða getur þó orðið tilefni til þess að einstaklingar og menningarheimar mætast í fyrsta sinn. Jafnframt er gefið í skyn að samtímalistasafnið geti verið mikilvægur vettvangur samskipta. Sýningin er hluti af fullveldisdagskrá Lettlands og í tengslum við hana kemur út vönduð sýningarskrá á þremur tungumálum. „Verkin koma öll frá Þjóðlistasafninu í Ríga sem er samstarfsaðili að þessu verkefni. Sýningin mun fara víðar en hefur ferðalagið hér á landi. Ástæðan er sú að Lettum finnst að þeir standi í ákveðinni þakkarskuld við íslensku þjóðina því Ísland var fyrsta landið til að viðurkenna þá sem fullvalda ríki eftir fall Sovétríkjanna. Þannig má líta á sýninguna sem afmælisgjöf til Íslendinga,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir. „Við Astrida Rogule, safnvörður samtímalista á Þjóðlistasafninu í Ríga, völdum verkin og fundum þennan titil, Talaðu við mig! Hann er tekinn úr samnefndu verki á sýningunni sem er margmiðlunarverk sem fjallar um samskipti manna og plantna eftir listhópinn RIXC, þau Raitis Šmits, Rasa Šmite og Mārtiņš Ratniks. Þetta er tæknilega séð flóknasta verkið á sýningunni, eins konar viðmót og gagnagrunnur um hvernig fólk talar við plöntur og hægt er að eiga bein samskipti við verkið á Akureyri í gegnum netið á slóðinni: talktome.rixc.lv. RIXC listhópurinn er margverðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í netlist og mikill fengur að fá þau hingað,“ segir Æsa.Löngun til frásagnar Spurð hvernig þær Astrida Rogule hafi staðið að valinu á verkunum segir Æsa: „Við völdum verk sem hafa djúpa sögu að segja og tala á mjög afgerandi hátt við áhorfandann. Við getum sagt að sterk löngun til frásagnar og samskipta við áhorfandann einkenni sýninguna. Eystrasaltsþjóðirnar hafa mikla þörf til að segja frá fortíð sinni og frelsisbaráttu. Lettar eru komnir inn í Evrópusambandið og hafa tekið upp evruna, en staðsetja sig að mörgu leyti í samhengi við Norðurlöndin. Þeir tala einnig mjög sérstakt tungumál sem sker sig frá helstu Evróputungumálum.“ Nýmiðlar og vídeólist Á sýningunni eru málverk, prent, innsetningar, vídeóverk, skúlptúrar og ljósmyndir. „Þetta er að hluta til pólitísk sýning. Annars vegar vísa verkin til sögulegra atburða, hins vegar til samtímamála eins og umhverfis- og loftslagsmála,“ segir Æsa. „Þarna eru einnig verk sem vísa beint í efnismenningu nálægðrar fortíðar. Sem dæmi má nefna verk Andris Breže sem eru unnin úr fundnu, einnota og hversdagslegu hráefni eins og eldspýtnastokkum, strætómiðum, tvinna og ýmiss konar rifrildi, sem er öllu fínlega raðað saman í brothætta skúlptúra. Þau vísa til þess sem kallað er „post Soviet nostalgia“, sem er ákveðin fagurfræðileg eftirsjá til tíunda áratugarins og því brothætta frelsi sem þá varð til. „Öll baltnesku löndin og Lettland sérstaklega eiga mjög sterka ljósmynda- og prentmiðlahefð. Frægasti listamaðurinn á sýningunni er Vija Celmiņš. Hún kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna átta ára gömul og þrátt fyrir að hún hafi unnið í Bandaríkjunum allan þennan tíma þá finnst henni uppruni sinn vera í Lettlandi. Hún á tvö verk á sýningunni sem sýna yfirburði hennar á sviði grafíktækni, en Celmiņš er þekkt sem einn helsti konseptlistamaður sinnar kynslóðar og á að baki fjölda einkasýninga í Bandaríkjunum. Verk hennar eru meðal annars í MoMA. Nýmiðlar og vídeólist eru því áberandi á sýningunni í bland við hefðbundna miðla. Benda mætti á vídeóverk þriggja ungra kvenna, þeirra Dace Džeriņa, Ieva Epnere, og Katrīna Neiburga, en sú síðastnefnda var fulltrúi síns lands á Feneyjatvíæringnum 2015,“ segir Æsa. Myndlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin Talaðu við mig! Runā ar mani! Talk to Me! stendur yfir í Listasafninu á Akureyri til 22. september. Þar eru sýnd verk nítján lettneskra listamanna. Sýningarstjórar eru Astrida Rogule, safnafræðingur og Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Yfirskrift sýningarinnar gefur til kynna þverstæðukenndar aðstæður: Á sama tíma og samskipti verða tíðari gerist það æ sjaldnar að fólk tali saman augliti til auglitis. Þessi staða getur þó orðið tilefni til þess að einstaklingar og menningarheimar mætast í fyrsta sinn. Jafnframt er gefið í skyn að samtímalistasafnið geti verið mikilvægur vettvangur samskipta. Sýningin er hluti af fullveldisdagskrá Lettlands og í tengslum við hana kemur út vönduð sýningarskrá á þremur tungumálum. „Verkin koma öll frá Þjóðlistasafninu í Ríga sem er samstarfsaðili að þessu verkefni. Sýningin mun fara víðar en hefur ferðalagið hér á landi. Ástæðan er sú að Lettum finnst að þeir standi í ákveðinni þakkarskuld við íslensku þjóðina því Ísland var fyrsta landið til að viðurkenna þá sem fullvalda ríki eftir fall Sovétríkjanna. Þannig má líta á sýninguna sem afmælisgjöf til Íslendinga,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir. „Við Astrida Rogule, safnvörður samtímalista á Þjóðlistasafninu í Ríga, völdum verkin og fundum þennan titil, Talaðu við mig! Hann er tekinn úr samnefndu verki á sýningunni sem er margmiðlunarverk sem fjallar um samskipti manna og plantna eftir listhópinn RIXC, þau Raitis Šmits, Rasa Šmite og Mārtiņš Ratniks. Þetta er tæknilega séð flóknasta verkið á sýningunni, eins konar viðmót og gagnagrunnur um hvernig fólk talar við plöntur og hægt er að eiga bein samskipti við verkið á Akureyri í gegnum netið á slóðinni: talktome.rixc.lv. RIXC listhópurinn er margverðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í netlist og mikill fengur að fá þau hingað,“ segir Æsa.Löngun til frásagnar Spurð hvernig þær Astrida Rogule hafi staðið að valinu á verkunum segir Æsa: „Við völdum verk sem hafa djúpa sögu að segja og tala á mjög afgerandi hátt við áhorfandann. Við getum sagt að sterk löngun til frásagnar og samskipta við áhorfandann einkenni sýninguna. Eystrasaltsþjóðirnar hafa mikla þörf til að segja frá fortíð sinni og frelsisbaráttu. Lettar eru komnir inn í Evrópusambandið og hafa tekið upp evruna, en staðsetja sig að mörgu leyti í samhengi við Norðurlöndin. Þeir tala einnig mjög sérstakt tungumál sem sker sig frá helstu Evróputungumálum.“ Nýmiðlar og vídeólist Á sýningunni eru málverk, prent, innsetningar, vídeóverk, skúlptúrar og ljósmyndir. „Þetta er að hluta til pólitísk sýning. Annars vegar vísa verkin til sögulegra atburða, hins vegar til samtímamála eins og umhverfis- og loftslagsmála,“ segir Æsa. „Þarna eru einnig verk sem vísa beint í efnismenningu nálægðrar fortíðar. Sem dæmi má nefna verk Andris Breže sem eru unnin úr fundnu, einnota og hversdagslegu hráefni eins og eldspýtnastokkum, strætómiðum, tvinna og ýmiss konar rifrildi, sem er öllu fínlega raðað saman í brothætta skúlptúra. Þau vísa til þess sem kallað er „post Soviet nostalgia“, sem er ákveðin fagurfræðileg eftirsjá til tíunda áratugarins og því brothætta frelsi sem þá varð til. „Öll baltnesku löndin og Lettland sérstaklega eiga mjög sterka ljósmynda- og prentmiðlahefð. Frægasti listamaðurinn á sýningunni er Vija Celmiņš. Hún kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna átta ára gömul og þrátt fyrir að hún hafi unnið í Bandaríkjunum allan þennan tíma þá finnst henni uppruni sinn vera í Lettlandi. Hún á tvö verk á sýningunni sem sýna yfirburði hennar á sviði grafíktækni, en Celmiņš er þekkt sem einn helsti konseptlistamaður sinnar kynslóðar og á að baki fjölda einkasýninga í Bandaríkjunum. Verk hennar eru meðal annars í MoMA. Nýmiðlar og vídeólist eru því áberandi á sýningunni í bland við hefðbundna miðla. Benda mætti á vídeóverk þriggja ungra kvenna, þeirra Dace Džeriņa, Ieva Epnere, og Katrīna Neiburga, en sú síðastnefnda var fulltrúi síns lands á Feneyjatvíæringnum 2015,“ segir Æsa.
Myndlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira