Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er komin í gegnum niðurskurðinn á Prasco Charity-meistaramótinu sem fer fram í Cincinatti í Ohio um helgina.
Ólafía spilaði ágætt golf á fyrsta hringnum. Hún nældi í tvo fugla en tveir skollar komu á sjöundu og tíundu holunni. Hún endaði því á parinu.
Spilamennskan var eins í dag. Tveir skollar, tveir fuglar og fjórtán pör litu dagsins ljós í dag og því kom hún aftur í hús á parinu
Sem stendur er Ólafía í 36. sætinu en ekki eru allir búnir að spila sinn hring í dag. Ólafía er þó komin í gegnum niðurskurðinn en niðurskurðurinn miðast við eitt högg yfir pari.
Þriðji og síðasti hringurinn verður spilaður á morgun.
Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn
