Messi og félagar afgreiddu Venesúela og Brasilía bíður í undanúrslitunum Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2019 20:45 Argentínumenn fagna í kvöld. vísir/getty Argentína er komið í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir 2-0 sigur á Venesúela í átta liða úrslitunum í kvöld. Það voru liðnar tíu mínútur er fyrsta markið kom. Lautaro Martinez, framherji Inter, skoraði það eftir undirbúning Sergio Aguero og Lionel Messi. Annað markið kom á 73. mínútu. Slakt skot Sergio Aguero virtist auðvelt fyrir markvörð Venesúela, Wuilker Farine. Það reyndist ekki svo og hann missti boltann fyrir fætur Giovani Lo Celso sem kom boltanum yfir línuna. Það verður því stórleikur í undanúrslitunum er Argentína og Brasilía mætast en þriðjudagskvöldið verður áhugavert. Leikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið klukkan 21.30 en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Copa América
Argentína er komið í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir 2-0 sigur á Venesúela í átta liða úrslitunum í kvöld. Það voru liðnar tíu mínútur er fyrsta markið kom. Lautaro Martinez, framherji Inter, skoraði það eftir undirbúning Sergio Aguero og Lionel Messi. Annað markið kom á 73. mínútu. Slakt skot Sergio Aguero virtist auðvelt fyrir markvörð Venesúela, Wuilker Farine. Það reyndist ekki svo og hann missti boltann fyrir fætur Giovani Lo Celso sem kom boltanum yfir línuna. Það verður því stórleikur í undanúrslitunum er Argentína og Brasilía mætast en þriðjudagskvöldið verður áhugavert. Leikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið klukkan 21.30 en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.