Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2019 23:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli. Seðlabankinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli.
Seðlabankinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira