Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 21:01 Nói Hrafn lést fimm dögum eftir fæðingu af völdum heilaskaða. Vísir/Vilhelm Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. Fimm starfsmenn Landspítalans eru með stöðu sakbornings en fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.Snemma árs 2015 eignuðust hjónin soninn Nóa Hrafn. Fimm dögum eftir fæðinguna lést hann af völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu og er rakinn til mistaka starfsfólks Landspítalans. Karl og Sigríður Eyrún höfðu áður sagt sögu sína í Kastljósi árið 2016 þar sem þau lýstu því hversu illa fæðingin gekk.Sjá einnig: „Af hverju kemur ekki einhver?“„Þau eru að láta mig fara í allskonar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtalinu við Kastljós.Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósi árið 2016.SkjáskotHefði þurft að bregðast fyrr við Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, sagði málið vera alvarlegasta tilvik sinnar tegundar á spítalanum. Hún sagði öllum bera saman um það að það hefði þurft að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós. Hálfu ári eftir fæðingu Nóa Hrafns lögðu hjónin fram kvörtun til Landlæknis og var kvörtunin í þrettán liðum. Tók hún meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og þeirrar staðreyndar að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Þá kærðu þau málið til lögreglu haustið 2016.Landlæknir sagði á sínum tíma að vanræksla og mistök höfðu átt sér stað í málinu og var framkoma starfsfólk gagnrýnd. Í svari spítalans var gengist við mistökunum og meðal annars sagt að kallað hafi verið of seint á lækni sem vanmat aðstæður við komuna.Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelmÞriggja ára bið eftir svörum Karl og Sigríður Eyrún leituðu til Láru V. Júlíusdóttur lögmanns um haustið 2016. Var þá send bótakrafa til ríkislögmanns og málið kært til lögreglu en ákveðið var að fresta málinu þar til niðurstaða rannsóknar lögreglu lægi fyrir. Síðan hafa liðið þrjú ár en hjónin hafa bæði gefið skýrslu hjá lögreglu. Fimm starfsmenn spítalans hafa stöðu sakbornings í málinu og segir lögmaður hjónanna ekkert því til fyrirstöðu að skaðabótakröfunni á hendur ríkinu sé haldið áfram þó svo að niðurstaða lögreglurannsóknar liggi ekki fyrir. „Það er engin ákæra komin og örlar ekkert á henni vegna þess að málið er einhvers staðar í skoðun á einhverju skrifborði, hugsanlega erlendis og við þurfum ekkert að bíða eftir niðurstöðu í þessari lögreglurannsókn til þess að halda skaðabótakröfunni áfram á hendur ríkinu.“ Búið er að tilkynna ríkislögmanni að óskað sé eftir afstöðu hans sem fyrst. Lögfræðingur hjónanna segist vona að málið þurfi ekki að fara fyrir dóm en ef svo fer muni því verða stefnt inn til dóms í haust eftir réttarhlé í septembermánuði. Landspítalinn Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. 2. september 2016 22:53 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. Fimm starfsmenn Landspítalans eru með stöðu sakbornings en fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.Snemma árs 2015 eignuðust hjónin soninn Nóa Hrafn. Fimm dögum eftir fæðinguna lést hann af völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu og er rakinn til mistaka starfsfólks Landspítalans. Karl og Sigríður Eyrún höfðu áður sagt sögu sína í Kastljósi árið 2016 þar sem þau lýstu því hversu illa fæðingin gekk.Sjá einnig: „Af hverju kemur ekki einhver?“„Þau eru að láta mig fara í allskonar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtalinu við Kastljós.Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósi árið 2016.SkjáskotHefði þurft að bregðast fyrr við Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, sagði málið vera alvarlegasta tilvik sinnar tegundar á spítalanum. Hún sagði öllum bera saman um það að það hefði þurft að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós. Hálfu ári eftir fæðingu Nóa Hrafns lögðu hjónin fram kvörtun til Landlæknis og var kvörtunin í þrettán liðum. Tók hún meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og þeirrar staðreyndar að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Þá kærðu þau málið til lögreglu haustið 2016.Landlæknir sagði á sínum tíma að vanræksla og mistök höfðu átt sér stað í málinu og var framkoma starfsfólk gagnrýnd. Í svari spítalans var gengist við mistökunum og meðal annars sagt að kallað hafi verið of seint á lækni sem vanmat aðstæður við komuna.Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelmÞriggja ára bið eftir svörum Karl og Sigríður Eyrún leituðu til Láru V. Júlíusdóttur lögmanns um haustið 2016. Var þá send bótakrafa til ríkislögmanns og málið kært til lögreglu en ákveðið var að fresta málinu þar til niðurstaða rannsóknar lögreglu lægi fyrir. Síðan hafa liðið þrjú ár en hjónin hafa bæði gefið skýrslu hjá lögreglu. Fimm starfsmenn spítalans hafa stöðu sakbornings í málinu og segir lögmaður hjónanna ekkert því til fyrirstöðu að skaðabótakröfunni á hendur ríkinu sé haldið áfram þó svo að niðurstaða lögreglurannsóknar liggi ekki fyrir. „Það er engin ákæra komin og örlar ekkert á henni vegna þess að málið er einhvers staðar í skoðun á einhverju skrifborði, hugsanlega erlendis og við þurfum ekkert að bíða eftir niðurstöðu í þessari lögreglurannsókn til þess að halda skaðabótakröfunni áfram á hendur ríkinu.“ Búið er að tilkynna ríkislögmanni að óskað sé eftir afstöðu hans sem fyrst. Lögfræðingur hjónanna segist vona að málið þurfi ekki að fara fyrir dóm en ef svo fer muni því verða stefnt inn til dóms í haust eftir réttarhlé í septembermánuði.
Landspítalinn Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. 2. september 2016 22:53 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. 2. september 2016 22:53