Ein á ættarmóti Steinunn Ólína skrifar 28. júní 2019 08:00 Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun