Yfir 3.000 Íslendingar voru á leiknum í Frakklandi og hinir Íslendingarnir virtust allir vera á Arnarhóli að horfa á leikinn. Þarna var stemning sem íslenska þjóðin hafði aldrei upplifað áður eins og lesa má um í skemmtilegri grein hér.
Okkar menn í Frakklandi tóku leikdaginn snemma og hituðu upp í rjómablíðu í Nice. Þá var strax eitthvað í loftinu. EM í dag var tekið upp rétt hjá þar sem Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hafði verið í göngutúr daginn fyrir leik í stað þess að undirbúa sig. Það var hroki í enskum.
Enginn gleymir svo leiknum sjálfum. Ensku hrokagikkirnir komust yfir snemma leiks en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk íslenska liðsins og skutu íslenska liðinu í átta liða úrslit.
Vonbrigði Englendinga voru mikil. Enn eina ferðina. Langbesta myndbandið, og þá meina LANGbesta, frá leiknum er af Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, að lýsa leiknum.
Svipbrigði hans er Kolbeinn kemur Íslandi yfir eru engu lík. Margir Íslendingar horfa á þetta oft á ári og hlæja alltaf jafn mikið. Skiljanlega. Þetta er ekkert eðlilega fyndið.
I can’t stop laughing. Thank you Steve McClaren for this beautiful moment on TV. pic.twitter.com/MRIpWakDKa
— Liam Canning (@LiamPaulCanning) June 27, 2016
Tuesday's Telegraph Sport:
England's greatest humiliation #Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#ENGpic.twitter.com/OgZPqynFIr
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Tuesday's Sun back page:
Ice Wallies#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/5qYaITR6Tz
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Tuesday's Sun front page:
Dumbs gone to Iceland#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/HRtO33RXHU
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Tuesday's Daily Mirror back page:
Brrrexit Hodgson#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/20QklRr5Wq
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Tuesday's Daily Express back page:
Clueless#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/LTK6XmDoL3
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Tuesday's Daily Star back page:
Cod help us#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/XXLoV4wTnX
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Tuesday's Daily Mail back page:
Good Riddance#Tomorrowspaperstoday#bbcpapers#EURO2016#ISL#engpic.twitter.com/Vtyp0KLsRh
— Nick Sutton (@suttonnick) June 27, 2016
Afrek íslenska liðsins ómaði út um allan heim og heimsbyggðin stóð á bak við íslenska liðið. Flottasta myndin eftir leik kom þó frá Bleacher Report og lifir enn í minningunni. Þetta er list.
On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw
— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019
Eggert Magnússon og Dorrit Moussiaeff voru hress eftir leik #EMÍsland#fotboltinet#islpic.twitter.com/DS2qmcDvVH
— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) June 27, 2016
Kolbeinn Tumi gerði svo leikinn upp með Tómasi Þór inn á vellinum en þeim félögum var fljótlega hent út. Það skyggði þó ekkert á gleðina og öll brosin.
Eins og áður segir vakti þetta afrek íslenska knattspyrnulandsliðsins heimsathygli. Allir stærstu miðlar heims fjölluðu um leikinn og CNN fékk Hödda Magg í beina útsendingu.
Gleðin á Íslandi virðist síðan hafa staðið langt fram undir morgun því nákvæmlega níu mánuðum síðar var sett met í mænudeyfingum á fæðingardeildinni. Tilviljun?
Gleðin á vellinum sem og á Íslandi er svo fönguð fullkomlega í þessu gæsahúðarmyndbandi sem Stefán Snær Geirmundsson setti saman. Myndband sem er nauðsynlegt að skoða á hverju ári. Gleðilegan Nice-dag.