Undanúrslit í Háskólabíói ATV skrifar 27. júní 2019 08:00 Rafíþróttir hafa vaxið á methraða síðustu ár. frettabladid/Ragnar Máni Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri. Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport
Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport