Lífið

Sjáðu hvað gerist inni í gríðarstórri vatnsblöðru þegar hún springur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta er skrýtin sjón.
Þetta er skrýtin sjón. Vísir/Skjáskot
Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum YouTube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Undanfarin ár hafa þeir félagar gert myndband í júní þar sem gríðarstór vatnsblaðra kemur fyrir á einhvern hátt. Í þetta sinn breyttu þeir þó örlítið til og skoraði Gavin á Daniel að fara inn í vatnsblöðruna og sprengja hana innan frá.

Vissulega hafa þeir gert slíkt áður en í þetta sinn ákvaðu þeir að mynda hvað gerist innan frá á miklum hraða og í hárri upplausn.

Daniel kom sér fyrir inn í vatnsblöðrunni, þeir fylltu hana af vatni og Gavin mundaði myndavélina. Það tók þá félaga nokkrar tilraunir til þess að ná hinni fullkomnu mynd en það verður að segjast að útkoman er nokkuð góð.


Tengdar fréttir

Gler brotnar á þessum hraða

Strákarnir í Slow mo guys taka sig reglulega til og bralla eitthvað. Yfirleitt má sjá afraksturinn á YouTube-síðu drengjanna og á því er engin undantekning nú.

Heimagerð alda sýnd ofurhægt

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Fönguðu Strokk og Gullfoss í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í "Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.