Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2019 11:15 Steindi var í fullu fjöri í Íslandi í dag, í gær. Mynd/Skjáskot Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10