Meira um lokanir á bráðalegudeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 22:16 Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira