Vegagerðin mátti ekki víkja frá skilmálum útboðs Reykjavegar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 16:45 Í tvígang hafnaði Vegagerðin lægsta tilboðinu í Reykjaveg en samþykkti eftir að frekari gögn voru lögð fram. Kærunefndin taldi henni ekki hafa verið heimilt að víkja frá skilmálum útboðsins. Vísir/Hanna Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur. Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur.
Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira