15 punda urriði við opnun Veiðivatna Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2019 07:58 Ísarr Edwinsson með 15 punda urriðann úr Veiðivötnum. Mynd: Edwin Árnason Opnun Veiðivatna gekk vel þrátt fyrir kulda sem þó virðist ekki hafa haft mikil áfhrif á veiðina. Við höfum heyrt frá nokkrum sem voru upp við vötnin í opnun og þar á meðal feðgarnir Edwin Árnason og Ísarr Edwinsson sem gerðu góða veiði enda þaulvanir á þessum slóðum. Við virðum það að veiðimenn sem eiga sína staði við sín vötn séu ekki að gefa upp hvar veiðin var og þá sér í lagi þegar stórfiskastaðir eiga í hlut. Ísarr landaði meðal annars í þessari ferð urriða sem Veiðivísir telur að verði sá stærsti úr vötnunum í sumar. Það veiðast ekki margir af þessu kaliberi þar en fiskurinn var 15 pund að þyngd og eins og myndin ber með sér er þetta einn falegasti urriði sem Veiðivísir hefur séð dreginn úr Veiðivötnum. Við óskum Ísarr til lukku með þennan fallega fisk. Það tók hann einn og hálfann tíma að draga þennan risafisk á land sem tók flugu sem veiðimaðurinn vill halda fyrir sig. Veiðin í Veiðivötnum er mjög dæmigerð fyrir síðustu 3-4 ár þar sem mestur afli er að koma úr Snjóölduvatn og Litlasjó enda eru þau vötn mest stunduð. Snjóölduvatn er að verða ansi þétt setið af bleikju og þar geta veiðimenn mokað upp bleikju. Bleikjan getur verið nokkuð smá en hún er mjög bragðgóð. Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Opnun Veiðivatna gekk vel þrátt fyrir kulda sem þó virðist ekki hafa haft mikil áfhrif á veiðina. Við höfum heyrt frá nokkrum sem voru upp við vötnin í opnun og þar á meðal feðgarnir Edwin Árnason og Ísarr Edwinsson sem gerðu góða veiði enda þaulvanir á þessum slóðum. Við virðum það að veiðimenn sem eiga sína staði við sín vötn séu ekki að gefa upp hvar veiðin var og þá sér í lagi þegar stórfiskastaðir eiga í hlut. Ísarr landaði meðal annars í þessari ferð urriða sem Veiðivísir telur að verði sá stærsti úr vötnunum í sumar. Það veiðast ekki margir af þessu kaliberi þar en fiskurinn var 15 pund að þyngd og eins og myndin ber með sér er þetta einn falegasti urriði sem Veiðivísir hefur séð dreginn úr Veiðivötnum. Við óskum Ísarr til lukku með þennan fallega fisk. Það tók hann einn og hálfann tíma að draga þennan risafisk á land sem tók flugu sem veiðimaðurinn vill halda fyrir sig. Veiðin í Veiðivötnum er mjög dæmigerð fyrir síðustu 3-4 ár þar sem mestur afli er að koma úr Snjóölduvatn og Litlasjó enda eru þau vötn mest stunduð. Snjóölduvatn er að verða ansi þétt setið af bleikju og þar geta veiðimenn mokað upp bleikju. Bleikjan getur verið nokkuð smá en hún er mjög bragðgóð.
Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði