Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir Frakklandskappaksturinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton stefnir hraðbyri í átt að sjötta heimsmeistaratitlinum.
Hamilton stefnir hraðbyri í átt að sjötta heimsmeistaratitlinum. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton styrkti stöðu sína í keppni ökuþóra í Formúlu 1 með sigri í Frakklandskappakstrinum í gær.



Hamilton hefur unnið fjórar keppnir í röð og sex af átta keppnum ársins. Sigur Hamiltons í gær var afar öruggur en hann leiddi allan tímann.

Liðsfélagi Hamiltons á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar í gær og Charles Leclerc á Ferrari þriðji. Max Verstappen á Red Bull varð fjórði og Sebastian Vettel á Ferrari fimmti. Næsta keppni fer fram í Austurríki um næstu helgi.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir Frakklandskappaksturinn á Stöð 2 Sport í gær, en uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Uppgjör eftir Frakklandskappaksturinn







Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×