Upp um 907 sæti á heimslistanum og Áskorendamótaröðin innan seilingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 09:00 Guðmundur Ágúst hefur unnið tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni í ár. Mynd/seth@golf.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur farið upp um 907 sæti á heimslistanum á síðustu mánuðum. Þá er hann nálægt því að tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur hefur unnið tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni í ár og er annar á stigalista mótaraðarinnar á eftir Svíanum Fredrik Niléhn. „Topparnir hafa verið meiri. Í fyrra var þetta oft mjög svipað og ég var oft á meðal 20 efstu. En það gerir ekki mikið fyrir mann,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Ef Guðmundur vinnur eitt mót í viðbót á Norðurlandamótaröðinni öðlast hann þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. „Þá fæ ég að vera á Áskorendamótaröðinni það sem eftir lifir þessa árs og allt næsta ár. Það væri mjög mikilvægt að ná einum sigri í viðbót og fara upp á næsta stig,“ sagði Guðmundur sem var í 1656. sæti heimslistans í lok síðasta árs. Nú er hann í 749. sæti. „Á Áskorendamótaröðinni eru betri leikmenn, hærra verðlaunafé og tækifæri til að komast inn á Evrópumótaröðina. Efstu 15 komast þangað,“ sagði Guðmundur tekur þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið á næstunni. Þá verður hann á meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í golfi í byrjun ágúst. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur farið upp um 907 sæti á heimslistanum á síðustu mánuðum. Þá er hann nálægt því að tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur hefur unnið tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni í ár og er annar á stigalista mótaraðarinnar á eftir Svíanum Fredrik Niléhn. „Topparnir hafa verið meiri. Í fyrra var þetta oft mjög svipað og ég var oft á meðal 20 efstu. En það gerir ekki mikið fyrir mann,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Ef Guðmundur vinnur eitt mót í viðbót á Norðurlandamótaröðinni öðlast hann þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. „Þá fæ ég að vera á Áskorendamótaröðinni það sem eftir lifir þessa árs og allt næsta ár. Það væri mjög mikilvægt að ná einum sigri í viðbót og fara upp á næsta stig,“ sagði Guðmundur sem var í 1656. sæti heimslistans í lok síðasta árs. Nú er hann í 749. sæti. „Á Áskorendamótaröðinni eru betri leikmenn, hærra verðlaunafé og tækifæri til að komast inn á Evrópumótaröðina. Efstu 15 komast þangað,“ sagði Guðmundur tekur þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið á næstunni. Þá verður hann á meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í golfi í byrjun ágúst. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira