Formúla 1

Hamilton hafði betur gegn Bottas og verður á rásspól

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton er með forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1.
Hamilton er með forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á rásspól í Frakklandskappakstrinum á morgun.

Hamilton hafði betur í baráttu við samherja sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas, í tímatökunni í dag. Hamilton var 0,29 sekúndum á undan Bottas. Hamilton var einnig á rásspól í Frakklandskappakstrinum í fyrra og vann hann.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Hamilton nær rásspól. Síðan hann gekk til liðs við Mercedes 2013 hefur hann 60 sinnum náð rásspól. Á sama tímabili hafa allir aðrir ökuþórar í Formúlu 1 náð rásspól 67 sinnum.



Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji í tímatökunni og Max Verstappen á Red Bull fjórði. Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren komu þar á eftir. Sebastian Vettel gekk allt í óhag í tímatökunni og varð sjöundi.





Bein útsending frá Frakklandskappakstrinum hefst klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×