Lífið

Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cary Fukunaga, leikstjóri Bond 25 og stjarna hennar, Daniel Craig.
Cary Fukunaga, leikstjóri Bond 25 og stjarna hennar, Daniel Craig. Vísir/Getty
Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar. Hann segir að hver einasta mínúta sé skipulögð við tökurnar og undanfarna mánuði hafi hann ekki náð neinum árangri í tölvuleiknum sem hann er sakaður um að hafa spilað.

Breska götublaðið The Sun greindi frá því fyrr í vikunni að allt væri í hers höndum við tökur á nýjustu Bond-myndinni, sem enn sem komi er gengur undir nafninu Bond 25. Ástæðan var sögð vera sú að Fukunaga hafi mætt þremur tímum of seint í skipulagða töku, vegna þess að hann var að spila tölvuleik, nánar tiltekið Red Dead Redemption 2

Varð þetta til þess að tökulið þurfti að bíða eftir honum. Samkvæmt The Sun tók steininn úr þegar Fukunaga krafðist þess að tökuliðið myndi vinna næstu helgi til þessa að vinna upp vinnutapið. Tökur á myndinni hafa þegar tafist töluvert, ekki síst vegna þess að Danny Boyle, sem átti að leikstýra, hætti við auk þess sem að Daniel Craig, stjarna myndarinnar, slasaðist á ökkla við tökur á myndinni.

Fukunaga svarar fyrir fréttaflutninginn um meinta tölvuleikjaspiluns á Instagram. Þar segir hann að hver einasta mínúta við tökur á kvikmyndum sé skipulögð og að hann hafi aldrei sýnt leikurum eða öðrum sem koma að myndinni vanvirðingu.

„Ef framgangur minn í RDR2 er einhver mælikvarði á samband mitt við Playstation 4 þá hef ég verið fastur á 63 prósent svo mánuðum skiptir,“ skrifar Fukunaga á Instagram.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.