Brassar sýndu klærnar og rústuðu Perúmönnum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brassar buðu upp á markaveislu í kvöld.
Brassar buðu upp á markaveislu í kvöld. vísir/getty
Eftir að hafa verið púaðir af velli eftir markalausa jafnteflið við Venesúela sýndi Brasilía klærnar gegn Perú og vann 0-5 sigur í lokaleik sínum í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í kvöld.

Brassar fengu sjö stig í riðlinum og héldu hreinu í öllum þremur leikjunum sínum. Perúmenn þurfa hins vegar að bíða eftir úrslitum í hinum riðlunum til að vita hvort þeir komist í 8-liða úrslit.

Casemiro kom Brasilíu yfir á 12. mínútu. Sjö mínútum síðar skoraði Roberto Firmino annað mark Brassa sem var í skrautlegri kantinum.

Markvörður Perú, Pedro Gallese, skaut boltanum þá í Firmino og boltinn fór af honum og í slána. Liverpool-maðurinn fékk svo boltann aftur, lék á Gallese og skoraði af öryggi.

Á 32. mínútu skoraði Everton þriðja mark Brassa og fyrirliðinn Dani Alves gerði það fjórða á 53. mínútu. Hann rak þá smiðshöggið á frábæra sókn Brasilíu.

Á lokamínútunni bætti varamaðurinn Willian fimmta markinu við með frábæru skoti. Gabriel Jesus fékk gullið tækifæri til að skora sjötta mark Brassa í uppbótartíma en Gallese varði vítaspyrnu hans.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira