"Hélt að golf væri snobbað og leiðinlegt“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 20:00 Eva María Jónsdóttir, kynningastjóri Árnastofnunar og fyrrum fjölmiðlakona, hefur sérstakt dálæti á níundu holu á Nesvelli á Seltjarnarnesi. Eva María fór í gegnum sína uppáhaldsholu í þættinum Golfaranum á Stöð 2. Hún er nokkuð varfær golfari og fer holuna skynsamlega. „Ég er raunsær golfari. Ég er brennt barn og hef oft farið illa á þessari holu, þess vegna á hún svona mikinn stað í mér,“ sagði Eva María. Eva smitaðist af golfbakteríunni þegar hún kynntist manni sem hafði mikinn áhuga á golfi og golfið varð að þeirra fjölskylduíþrótt. Hún segist hafa verið með smá fordóma í garð golfsins áður en hún byrjaði. „Já, ég var uppfull af fordómum. Ég hélt þetta væri frekar snobbað og leiðinlegt en núna finnst mér þetta mjög alþýðlegt og skemmtilegt,“ sagði Eva. „Ég hélt þetta væri meiri íþrótt, en mér finnst þetta svo mikil hugarleikfimi og þetta höfðar svo til mín.“ För Evu í gegnum níundu holuna má sjá í spilaranum hér að ofan, en Golfarinn er á dagskrá á Stöð 2 á þriðjudögum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eva María Jónsdóttir, kynningastjóri Árnastofnunar og fyrrum fjölmiðlakona, hefur sérstakt dálæti á níundu holu á Nesvelli á Seltjarnarnesi. Eva María fór í gegnum sína uppáhaldsholu í þættinum Golfaranum á Stöð 2. Hún er nokkuð varfær golfari og fer holuna skynsamlega. „Ég er raunsær golfari. Ég er brennt barn og hef oft farið illa á þessari holu, þess vegna á hún svona mikinn stað í mér,“ sagði Eva María. Eva smitaðist af golfbakteríunni þegar hún kynntist manni sem hafði mikinn áhuga á golfi og golfið varð að þeirra fjölskylduíþrótt. Hún segist hafa verið með smá fordóma í garð golfsins áður en hún byrjaði. „Já, ég var uppfull af fordómum. Ég hélt þetta væri frekar snobbað og leiðinlegt en núna finnst mér þetta mjög alþýðlegt og skemmtilegt,“ sagði Eva. „Ég hélt þetta væri meiri íþrótt, en mér finnst þetta svo mikil hugarleikfimi og þetta höfðar svo til mín.“ För Evu í gegnum níundu holuna má sjá í spilaranum hér að ofan, en Golfarinn er á dagskrá á Stöð 2 á þriðjudögum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira