Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Norðurkóreskir bændur við vinnu á hrísgrjónaakri í Chongsan-ri í maí. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Suður-Kóreu munu senda 50.000 tonn af hrísgrjónum til nágrannanna í Norður-Kóreu í gegnum Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá þessu í gær. Þetta er fyrsta matarsendingin frá árinu 2010 en þá sendi Suður-Kórea 5.000 tonn. „Við búumst við því að þessi mataraðstoð verði komin til norðurkóresku þjóðarinnar eins fljótt og auðið er. Tímasetning og umfang framtíðaraðstoðar verður svo ákveðin með árangur þessarar sendingar í huga,“ var haft eftir Kim Yeon-chul sameiningarráðherra. Grjónin eru um 13,5 milljarða íslenskra króna virði. Kim sagði ólíklegt að einræðisríkið gæti nýtt grjónin í öðrum tilgangi en að fæða þjóðina þar sem erfitt myndi reynast að geyma þau til lengri tíma. Kínverjar tilkynntu fyrr í vikunni um sams konar gjöf. Xi Jinping forseti er sagður ætla að gefa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og þjóð hans 100.000 tonn af hrísgrjónum. Greint var frá því í kínverskum miðlum að Xi væri á leið til Norður-Kóreu í dag. Þessi aðstoð er til komin vegna ört minnkandi matvælaöryggis í hinu einangraða einræðisríki. Sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum biðlaði til ríkja heims um aðstoð í febrúar vegna stöðunnar. Sagði útlit fyrir að brúa þyrfti 1,5 milljóna tonna bil á árinu. Þau 150.000 tonn sem Kína og Suður-Kórea senda nú hjálpa til við að brúa bilið. En eru að sögn Benjamins Silberstein, sérfræðings í málefnum Norður-Kóreu er heldur úti vefritinu North Korea Economy Watch, ekki nema plástur á sárið.Kim Jong-un, leiðtogi Norður-KóreuAsahi Shimbun/GettyMatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varaði við því í febrúar síðastliðnum að það mætti eiga von á því að staðan yrði enn svartari. „Ekki einungis vegna náttúruhamfara og veðurs heldur einnig skorts á ræktanlegu landi, takmarkaðs aðgengis að nútímalandbúnaðartækni og áburði. Vegna þessa er búist við því að matvælaöryggi minnki, sérstaklega á meðal þeirra allra viðkvæmustu,“ sagði í yfirlýsingu þá. Í maí bentu FAO og WFP svo á að norðurkóresk matarframleiðsla árið 2018 hefði verið sú minnsta frá því 2008. Þar af leiðandi byggju tíu milljónir, eða fjörutíu prósent landsmanna, við sáran skort. Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA hefur einnig flutt fréttir þar sem áhyggjum er lýst af ástandinu. Fyrr í mánuðinum var greint frá miklum þurrkum í Suður-Hwanghae-héraði, þar sem stór hluti hrísgrjónaræktar landsins fer fram. Ákvörðun Suður-Kóreustjórnar um að aðstoða, sem og að gefa um 400 milljónir króna til verkefna UNICEF í Norður-Kóreu, er þó ekki óumdeild. Samkvæmt Yonhap hafa andstæðingar þessa verkefnis sagt að verið sé að aðstoða ríki sem ógnar nágrönnum sínum, nú síðast með eldflaugatilraun í maí. Þá greindi Reuters frá því að andstæðingar óttist einnig að einræðisstjórn Kim nýti sendingarnar til þess að hagnast persónulega. Annar stór óvissuþáttur er sá að Matvælaáætlunin fær takmarkaðan aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu mála í Norður-Kóreu. Fyrrnefndur Silberstein hefur bent á að það sé ekki hægt að fullyrða að neyðarástand ríki nú, þótt allt bendi vissulega til þess. „Þetta verður að breytast, WFP ætti að krefjast aðgangs að mörkuðum á eins mörgum svæðum og hægt er, eða að minnsta kosti heimsækja nokkra markaði í hverju héraði,“ skrifaði Silberstein í 38North. Þá er einnig vert að benda á að Norður-Kórea sætir miklum viðskiptaþvingunum. Þær þvinganir banna ekki, samkvæmt Reuters, hjálparstarfsemi sem þessa. Hins vegar hafa stofnanir sem að slíku starfi standa bent á að þvinganirnar og bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum til Norður-Kóreu hafi áður komið í veg fyrir hjálparstarf. Fjallað var um þvinganirnar og matvælaöryggi í Norður-Kóreu í Washington Post í síðasta mánuði. Þar sagði að ábyrgðin á hungri landsmanna væri stjórnvalda í Pjongjang sem hefðu eytt umfram getu í kjarnorkuáætlun og her en vanrækt velferð landsmanna. Hazel Smith, prófessor í kóreskum fræðum, sagði í viðtali við miðilinn að Norður-Kórea gæti aftur á móti ekki framleitt matvæli án þess eldsneytis sem þarf til að knýja landbúnaðarvélar. Aðgangur að slíku eldsneyti væri mjög svo skertur með þvingunum. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu munu senda 50.000 tonn af hrísgrjónum til nágrannanna í Norður-Kóreu í gegnum Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá þessu í gær. Þetta er fyrsta matarsendingin frá árinu 2010 en þá sendi Suður-Kórea 5.000 tonn. „Við búumst við því að þessi mataraðstoð verði komin til norðurkóresku þjóðarinnar eins fljótt og auðið er. Tímasetning og umfang framtíðaraðstoðar verður svo ákveðin með árangur þessarar sendingar í huga,“ var haft eftir Kim Yeon-chul sameiningarráðherra. Grjónin eru um 13,5 milljarða íslenskra króna virði. Kim sagði ólíklegt að einræðisríkið gæti nýtt grjónin í öðrum tilgangi en að fæða þjóðina þar sem erfitt myndi reynast að geyma þau til lengri tíma. Kínverjar tilkynntu fyrr í vikunni um sams konar gjöf. Xi Jinping forseti er sagður ætla að gefa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og þjóð hans 100.000 tonn af hrísgrjónum. Greint var frá því í kínverskum miðlum að Xi væri á leið til Norður-Kóreu í dag. Þessi aðstoð er til komin vegna ört minnkandi matvælaöryggis í hinu einangraða einræðisríki. Sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum biðlaði til ríkja heims um aðstoð í febrúar vegna stöðunnar. Sagði útlit fyrir að brúa þyrfti 1,5 milljóna tonna bil á árinu. Þau 150.000 tonn sem Kína og Suður-Kórea senda nú hjálpa til við að brúa bilið. En eru að sögn Benjamins Silberstein, sérfræðings í málefnum Norður-Kóreu er heldur úti vefritinu North Korea Economy Watch, ekki nema plástur á sárið.Kim Jong-un, leiðtogi Norður-KóreuAsahi Shimbun/GettyMatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varaði við því í febrúar síðastliðnum að það mætti eiga von á því að staðan yrði enn svartari. „Ekki einungis vegna náttúruhamfara og veðurs heldur einnig skorts á ræktanlegu landi, takmarkaðs aðgengis að nútímalandbúnaðartækni og áburði. Vegna þessa er búist við því að matvælaöryggi minnki, sérstaklega á meðal þeirra allra viðkvæmustu,“ sagði í yfirlýsingu þá. Í maí bentu FAO og WFP svo á að norðurkóresk matarframleiðsla árið 2018 hefði verið sú minnsta frá því 2008. Þar af leiðandi byggju tíu milljónir, eða fjörutíu prósent landsmanna, við sáran skort. Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA hefur einnig flutt fréttir þar sem áhyggjum er lýst af ástandinu. Fyrr í mánuðinum var greint frá miklum þurrkum í Suður-Hwanghae-héraði, þar sem stór hluti hrísgrjónaræktar landsins fer fram. Ákvörðun Suður-Kóreustjórnar um að aðstoða, sem og að gefa um 400 milljónir króna til verkefna UNICEF í Norður-Kóreu, er þó ekki óumdeild. Samkvæmt Yonhap hafa andstæðingar þessa verkefnis sagt að verið sé að aðstoða ríki sem ógnar nágrönnum sínum, nú síðast með eldflaugatilraun í maí. Þá greindi Reuters frá því að andstæðingar óttist einnig að einræðisstjórn Kim nýti sendingarnar til þess að hagnast persónulega. Annar stór óvissuþáttur er sá að Matvælaáætlunin fær takmarkaðan aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu mála í Norður-Kóreu. Fyrrnefndur Silberstein hefur bent á að það sé ekki hægt að fullyrða að neyðarástand ríki nú, þótt allt bendi vissulega til þess. „Þetta verður að breytast, WFP ætti að krefjast aðgangs að mörkuðum á eins mörgum svæðum og hægt er, eða að minnsta kosti heimsækja nokkra markaði í hverju héraði,“ skrifaði Silberstein í 38North. Þá er einnig vert að benda á að Norður-Kórea sætir miklum viðskiptaþvingunum. Þær þvinganir banna ekki, samkvæmt Reuters, hjálparstarfsemi sem þessa. Hins vegar hafa stofnanir sem að slíku starfi standa bent á að þvinganirnar og bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum til Norður-Kóreu hafi áður komið í veg fyrir hjálparstarf. Fjallað var um þvinganirnar og matvælaöryggi í Norður-Kóreu í Washington Post í síðasta mánuði. Þar sagði að ábyrgðin á hungri landsmanna væri stjórnvalda í Pjongjang sem hefðu eytt umfram getu í kjarnorkuáætlun og her en vanrækt velferð landsmanna. Hazel Smith, prófessor í kóreskum fræðum, sagði í viðtali við miðilinn að Norður-Kórea gæti aftur á móti ekki framleitt matvæli án þess eldsneytis sem þarf til að knýja landbúnaðarvélar. Aðgangur að slíku eldsneyti væri mjög svo skertur með þvingunum.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira