Góð fyrsta vika í veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2019 11:01 Smári og 9 punda urriði úr Skálavatni Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Nú er rétt rúm vika síðan Veiðivötn opnuðu og fyrstu tölur frá opnun eru komnar inná vefinn en það má alveg segja að þetta hafi verið fantagóð vika. Mesti aflinn fyrstu vikuna kom úr Litlasjó en hann er að sama skapi líka mest stundaður. Alls veiddust 1.292 fiskar þar og sá stærsti 9,2 pund. Stóra Fossvatn er líka að gefa fína veiði en þar veiddust 456 fiskar og sá stærsti er 7 pund. Snjóölduvatn gaf aðeins meiri veiði en þar er þó ekki mikið um stóra fiska en aftur á móti nóg af fiski. Það er mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu og það eru margir sem sækja í að veiða hana því hún er bæði bragðgóð og það finnst varla betra álegg en taðreykt fjallableikja. Hraunvötn hafa gefið 307 fiska og sá stærsti þar 13,2 pund. Önnur vötn sem hafa gefið ágæta veiði eru til dæmis Breiðavatn, Kvíslavatn, Langavatn, Litla Skálavatn og Ónýtavatn. Önnur vötn hafa gefið minna en 100 fiska en það er kannski ekkert að marka þetta ennþá enda bara rétt vika sem vötnin eru búin að vera opinn og framundan vonandi skaplegt veður fyrir þau sem eru á leið upp í vötn. Listinn yfir heildarveiði er að finna á vef Veiðivatna. Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði
Nú er rétt rúm vika síðan Veiðivötn opnuðu og fyrstu tölur frá opnun eru komnar inná vefinn en það má alveg segja að þetta hafi verið fantagóð vika. Mesti aflinn fyrstu vikuna kom úr Litlasjó en hann er að sama skapi líka mest stundaður. Alls veiddust 1.292 fiskar þar og sá stærsti 9,2 pund. Stóra Fossvatn er líka að gefa fína veiði en þar veiddust 456 fiskar og sá stærsti er 7 pund. Snjóölduvatn gaf aðeins meiri veiði en þar er þó ekki mikið um stóra fiska en aftur á móti nóg af fiski. Það er mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu og það eru margir sem sækja í að veiða hana því hún er bæði bragðgóð og það finnst varla betra álegg en taðreykt fjallableikja. Hraunvötn hafa gefið 307 fiska og sá stærsti þar 13,2 pund. Önnur vötn sem hafa gefið ágæta veiði eru til dæmis Breiðavatn, Kvíslavatn, Langavatn, Litla Skálavatn og Ónýtavatn. Önnur vötn hafa gefið minna en 100 fiska en það er kannski ekkert að marka þetta ennþá enda bara rétt vika sem vötnin eru búin að vera opinn og framundan vonandi skaplegt veður fyrir þau sem eru á leið upp í vötn. Listinn yfir heildarveiði er að finna á vef Veiðivatna.
Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði