Durant og Leonard vilja semja við sama liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 10:00 Verða þessir tveir liðsfélagar næsta vetur? vísir/getty Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins. NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins.
NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00
Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30