Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 15:04 Sigley við komuna til Japan. Vísir/getty Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang. Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr. „Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.1. The allegation that I am a spy is (pretty obviously) false. The only material I gave to NK News was what was published publicly on the blog, and the same goes for other media outlets. In this respect, I stand by the NK News statement: https://t.co/AQmpGs2qbW — Alek Sigley (@AlekSigley) July 9, 2019 Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð. „Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley. „Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang. Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr. „Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.1. The allegation that I am a spy is (pretty obviously) false. The only material I gave to NK News was what was published publicly on the blog, and the same goes for other media outlets. In this respect, I stand by the NK News statement: https://t.co/AQmpGs2qbW — Alek Sigley (@AlekSigley) July 9, 2019 Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð. „Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley. „Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59