Er sólin skín á vegginn virkjast listin Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 9. júlí 2019 15:00 Sólarslóð sýnir hreyfingu sólarinnar yfir eins árs tímabil með tólf brotalínum. Hver brotalína áætlar hæstu stöðu sólar á 21. degi hvers mánaðar ársins. Veggverkið Sólarslóð myndgerir í raun hreyfingu sólarinnar í gegnum heilt ár og er málað með vegamálningu, enda á það að standa,“ segir listakonan Theresa Himmer, sem er höfundur nýs útilistaverks í hjarta Kópavogs. Hún kveðst sækja sér innblástur í verk Gerðar Helgadóttur myndlistarkonu sem Gerðarsafn í Kópavogi heitir eftir. „Með Sólarslóð tengi ég gang sólar um himinhvolfið við Kópavog, við skipulag hjarta bæjarins, leiðir og stíga. Um leið er ég að votta Gerði virðingu mína og þeirri sérstöðu sem hún hefur sem listamaður í bæjarfélaginu og víðar,“ segir Theresa sem er dönsk en bjó á Íslandi í um áratug og hefur tekið virkan þátt í íslenskri myndlistarsenu. Eitt verka hennar er í eigu Gerðarsafns og er einmitt á sýningunni Útlínur sem þar stendur yfir. Sólarslóð er ekki heldur fyrsta útilistaverkið eftir hana Theresu sem sett er upp hér á landi heldur er hún búin að gera nokkur opinber myndlistarverk á síðustu tíu árum. „Kannski þekkir fólk best verkin sem ég gerði í á útiveggi í miðborg Reykjavíkur á árunum 2006-2008 sem voru gerð úr pallíettum en þó innblásin af náttúrunni á Íslandi. Þar voru foss, jökull og eldgos. Þau voru tímabundin og þar var ég að fjalla um sambandið á milli neyslumenningar og þeirrar sýnar sem við höfum á náttúruna sem hreint fyrirbæri. Það sem pallíetturnar gerðu var að endurvarpa út í umhverfið hinni síbreytilegri birtu eftir tíma og veðri.“Ég á íslenskan mann og bæði börnin okkar eru fædd hér á Íslandi, þannig að við eigum djúpa tengingu hér á landi, segir Theresa.Birtan leikur líka hlutverk í nýja verkinu. „Sólarslóð sýnir hreyfingu sólarinnar yfir eins árs tímabil með tólf brotalínum. Þær teikna upp hin óskýru mörk á milli sólarljóssins og skuggans sem veggurinn á Hálsatorgi varpar á sjálfan sig. Hver brotalína áætlar hæstu stöðu sólar á 21. degi hvers mánaðar ársins. Línan er máluð með hvítri vegamálningu sem blönduð er örsmáum glerperlum. Þegar sólin skín á vegginn virkjast listaverkið og perlurnar endurspegla hin síbreytilegu sjónarhorn sem myndast á milli sólarinnar og áhorfandans. Þegar sólar nýtur ekki við, minnir verkið á síendurtekna hringrás sólarinnar. Á sama tíma vísar hin hvíta sindrandi vegamálning til annars konar hryns; umferðarinnar sem flæðir undir Hálsatorg, í kringum brúna,“ segir í fréttabréfi frá Kópavogsbæ.Þar koma líka fram eftirfarandi ummæli frá Soffíu Karlsdóttur, forstöðumanni menningarmála þar: „Verk Theresu Himmer við Hálsatorg hefur mikla listræna þýðingu fyrir Kópavogsbæ og mun verða eitt af kennileitum bæjarins.“ Nú er listakonan Theresa flutt aftur til Danmerkur. „Það var ekki létt ákvörðun, þannig séð, en það var mikilvægt fyrir okkur öll í fjölskyldunni að prófa það,“ segir hún og útskýrir það nánar: „Ég saknaði fjölskyldunnar minnar úti þó mér líði líka eins og heima á Íslandi. Ég á íslenskan mann og bæði börnin okkar eru fædd hér á Íslandi þannig að við eigum djúpa tengingu hér á landi.“ Nóg er að gera hjá Theresu beggja vegna sundsins að eigin sögn. „Ég er að undirbúa nokkur verk til sýninga á ólíkum stöðum í framtíðinni. Það eru ekki endilega útiverk heldur eru þau líka fyrir söfn og myndlistargallerí. Þar er meðal annars nokkurs konar framhald af því sem ég sýndi í Hverfisgalleríi síðasta haust. Allt er ein keðja!“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Veggverkið Sólarslóð myndgerir í raun hreyfingu sólarinnar í gegnum heilt ár og er málað með vegamálningu, enda á það að standa,“ segir listakonan Theresa Himmer, sem er höfundur nýs útilistaverks í hjarta Kópavogs. Hún kveðst sækja sér innblástur í verk Gerðar Helgadóttur myndlistarkonu sem Gerðarsafn í Kópavogi heitir eftir. „Með Sólarslóð tengi ég gang sólar um himinhvolfið við Kópavog, við skipulag hjarta bæjarins, leiðir og stíga. Um leið er ég að votta Gerði virðingu mína og þeirri sérstöðu sem hún hefur sem listamaður í bæjarfélaginu og víðar,“ segir Theresa sem er dönsk en bjó á Íslandi í um áratug og hefur tekið virkan þátt í íslenskri myndlistarsenu. Eitt verka hennar er í eigu Gerðarsafns og er einmitt á sýningunni Útlínur sem þar stendur yfir. Sólarslóð er ekki heldur fyrsta útilistaverkið eftir hana Theresu sem sett er upp hér á landi heldur er hún búin að gera nokkur opinber myndlistarverk á síðustu tíu árum. „Kannski þekkir fólk best verkin sem ég gerði í á útiveggi í miðborg Reykjavíkur á árunum 2006-2008 sem voru gerð úr pallíettum en þó innblásin af náttúrunni á Íslandi. Þar voru foss, jökull og eldgos. Þau voru tímabundin og þar var ég að fjalla um sambandið á milli neyslumenningar og þeirrar sýnar sem við höfum á náttúruna sem hreint fyrirbæri. Það sem pallíetturnar gerðu var að endurvarpa út í umhverfið hinni síbreytilegri birtu eftir tíma og veðri.“Ég á íslenskan mann og bæði börnin okkar eru fædd hér á Íslandi, þannig að við eigum djúpa tengingu hér á landi, segir Theresa.Birtan leikur líka hlutverk í nýja verkinu. „Sólarslóð sýnir hreyfingu sólarinnar yfir eins árs tímabil með tólf brotalínum. Þær teikna upp hin óskýru mörk á milli sólarljóssins og skuggans sem veggurinn á Hálsatorgi varpar á sjálfan sig. Hver brotalína áætlar hæstu stöðu sólar á 21. degi hvers mánaðar ársins. Línan er máluð með hvítri vegamálningu sem blönduð er örsmáum glerperlum. Þegar sólin skín á vegginn virkjast listaverkið og perlurnar endurspegla hin síbreytilegu sjónarhorn sem myndast á milli sólarinnar og áhorfandans. Þegar sólar nýtur ekki við, minnir verkið á síendurtekna hringrás sólarinnar. Á sama tíma vísar hin hvíta sindrandi vegamálning til annars konar hryns; umferðarinnar sem flæðir undir Hálsatorg, í kringum brúna,“ segir í fréttabréfi frá Kópavogsbæ.Þar koma líka fram eftirfarandi ummæli frá Soffíu Karlsdóttur, forstöðumanni menningarmála þar: „Verk Theresu Himmer við Hálsatorg hefur mikla listræna þýðingu fyrir Kópavogsbæ og mun verða eitt af kennileitum bæjarins.“ Nú er listakonan Theresa flutt aftur til Danmerkur. „Það var ekki létt ákvörðun, þannig séð, en það var mikilvægt fyrir okkur öll í fjölskyldunni að prófa það,“ segir hún og útskýrir það nánar: „Ég saknaði fjölskyldunnar minnar úti þó mér líði líka eins og heima á Íslandi. Ég á íslenskan mann og bæði börnin okkar eru fædd hér á Íslandi þannig að við eigum djúpa tengingu hér á landi.“ Nóg er að gera hjá Theresu beggja vegna sundsins að eigin sögn. „Ég er að undirbúa nokkur verk til sýninga á ólíkum stöðum í framtíðinni. Það eru ekki endilega útiverk heldur eru þau líka fyrir söfn og myndlistargallerí. Þar er meðal annars nokkurs konar framhald af því sem ég sýndi í Hverfisgalleríi síðasta haust. Allt er ein keðja!“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira