LeBron James verður leikstjórnandi Lakers-liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 09:30 LeBron James mun gera enn meira af því að spila samherjana upp á komandi tímabili. Getty/Harry How Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira