Hugmyndir eru uppi um að byggja Latabæjargarð í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2019 22:29 Latabæjarsafn er að finna í Borgarnesi. Vísir/MHH Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla. Borgarbyggð Menning Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla.
Borgarbyggð Menning Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira