Þrír kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Blaine í Minnesota.
Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff lék manna best á þriðja hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp um 34 sæti og er jafn löndum sínum Collin Morikawa og Bryson DeChambeau í efsta sæti mótsins á 15 höggum undir pari.
Morikawa lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um tíu sæti. DeChambeau, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, átti sinn lakasta hring í gær og lék hann á einu höggi undir pari.
Adam Hadwin frá Kanada, sem var í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er í 4. sæti á 14 höggum undir pari ásamt Bandaríkjamanninum Wyndham Clark. Sá lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um 19 sæti.
Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, átti sinn besta hring til þessa í gær, lék á fjórum höggum undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann er í 47. sæti, átta höggum á eftir efstu mönnum.
Bein útsending frá fjórða og síðasta hring 3M Open hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Þrír efstir og jafnir fyrir lokahringinn

Tengdar fréttir

DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn
Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi.