Þrír efstir og jafnir fyrir lokahringinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2019 09:04 Wolff fór upp um 34 sæti í gær. vísir/getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Blaine í Minnesota. Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff lék manna best á þriðja hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp um 34 sæti og er jafn löndum sínum Collin Morikawa og Bryson DeChambeau í efsta sæti mótsins á 15 höggum undir pari. Morikawa lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um tíu sæti. DeChambeau, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, átti sinn lakasta hring í gær og lék hann á einu höggi undir pari. Adam Hadwin frá Kanada, sem var í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er í 4. sæti á 14 höggum undir pari ásamt Bandaríkjamanninum Wyndham Clark. Sá lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um 19 sæti. Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, átti sinn besta hring til þessa í gær, lék á fjórum höggum undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann er í 47. sæti, átta höggum á eftir efstu mönnum. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring 3M Open hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Golf Tengdar fréttir DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi. 6. júlí 2019 09:48 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þrír kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Blaine í Minnesota. Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff lék manna best á þriðja hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp um 34 sæti og er jafn löndum sínum Collin Morikawa og Bryson DeChambeau í efsta sæti mótsins á 15 höggum undir pari. Morikawa lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um tíu sæti. DeChambeau, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, átti sinn lakasta hring í gær og lék hann á einu höggi undir pari. Adam Hadwin frá Kanada, sem var í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er í 4. sæti á 14 höggum undir pari ásamt Bandaríkjamanninum Wyndham Clark. Sá lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um 19 sæti. Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, átti sinn besta hring til þessa í gær, lék á fjórum höggum undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann er í 47. sæti, átta höggum á eftir efstu mönnum. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring 3M Open hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Tengdar fréttir DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi. 6. júlí 2019 09:48 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi. 6. júlí 2019 09:48