Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 11:58 Viðar Þorsteinsson, segir telur að ekki hafi verið látið reyna almennilega á lög um keðjuábyrgð áður. Verið sé að ryðja nýja braut hvað það varðar í þessu máli. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira