Blaðamaður Moggans þverneitar að tjá sig um nýfallinn siðanefndardóm Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:50 Davíð Oddsson er ritstjóri Morgublaðsins en þetta er í fyrsta skipti frá því árið 1966 sem Mogginn telst brotlegur við siðareglur BÍ. Vísir „Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“ Fjölmiðlar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
„Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“
Fjölmiðlar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira