Formúla 1

Ricciardo: Ég hef engin svör

Bragi Þórðarson skrifar
Lítið hefur gengið hjá Daniel Ricciardo eftir að hann fór til Renault fyrir tímabilið.
Lítið hefur gengið hjá Daniel Ricciardo eftir að hann fór til Renault fyrir tímabilið. Getty
Báðir Renault bílarnir enduðu utan stiga í austurríska kappakstrinum um síðustu helgi. Daniel Ricciardo hefur ekki hugmynd hvað er að bílnum og afhverju þeir fara svona hægt.

„Það er eitthvað mikið að uppsetningunni á bílnum, mér fannst hann vera út um alla braut og fann mikið fyrir vindinum,“ sagði Ástralinn eftir keppnina.

Renault bílarnir enduðu í tólfta og þrettánda sæti á sunnudaginn og staðfesti liðsfélagi Ricciardo, Nico Hulkenberg, að honum fannst bíllinn alveg hræðilegur.

„Ég vona að við finnum vandamálið og verðum strax komnir á rétt ról á Silverstone,“ bætti Daniel við en breski kappaksturinn fer fram um þarnæstu helgi.

Ástralinn fór frá Red Bull fyrir tímabilið og þurfti að horfa á sinn gamla liðsfélaga, Max Verstappen, standa uppi sem sigurvegari í mögnuðum kappakstri á Red Bull brautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×