Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:19 Corbyn hefur undanfarið krafist nýrra kosninga til að greiða úr Brexit-flækjunni. Óvíst er að flokkur hans kæmi vel út úr þeim ef marka má stöðuna nú. Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26