Davíð uppnefnir Þorgerði kóngsdóttur í Klofningi Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2019 10:50 Þó Davíð beini nú spjótum sínum að Þorgerði Katrínu, sem fær heldur betur yfir sig glósur ritstjórans, þýðir það ekki að forysta Sjálfstæðisflokksins geti varpað öndinni léttar. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er í miklu stuði í sínum nýjasta leiðara sem birtist í morgun og uppnefnir fólk og fyrirbæri vinstri hægri. „Þorgerður kóngsdóttir í Klofningi á augljóslega erfitt með að kyngja þeirri staðreynd þótt hún viðurkenni hana, en bindur vonir sínar við að einhverjar skjátur kunni að rekast yfir ryðgaðan gaddavírinn til smáflokksins sem er á göngunni sem slíkra flokka bíður ætíð sé sæmilega tekið á móti.“ Svo lýkur pistlinum sem ber vitni um verulega flókna stöðu á hægri væng stjórnmálanna. Þó pistillinn sé nafnlaus þarf engum blöðum um það að fletta að þarna heldur Davíð, fyrrverandi foringi Sjálfstæðisflokksins, um penna og otar honum í átt að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Davíð gerir nýlegan pistil hennar að umfjöllunarefni og finnur efni hans flest til foráttu.Kóngsdóttirin sem skrifar í Helgablaðið málgagn Viðreisnar Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um eru greinarskrif Davíðs í Morgunblaðið farin að valda forystu flokksins verulegum ónotum, ama og vandræðum. Davíð er eindreginn andstæðingur 3. orkupakkans, gengur þar í takti við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, og telja nú margir Sjálfstæðismenn svo komið að Morgunblaðið geti ekki lengur talist málgagn Sjálfstæðisflokksins. Sú staða út af fyrir sig sætir tíðindum og eflaust vilja þeir sem tala um að Morgunblaðið hafi mátt á við sem áður var meina að fylgisaukningu sem merkja má við Miðflokkinn megi einmitt rekja til stuðnings Davíðs og Morgunblaðsins við Sigmund Davíð og hans menn. Enda talar ritstjóri Morgunblaðsins eins og sá sem valdið hefur.Davíð og Styrmir pönkast sem mest þeir mega í forystu flokksins. Víst er að margan Sjálfstæðismanninn svíður að Morgunblaðið skuli hamast svo gegn flokknum og raun ber vitni.Davíð notar óspart sitt þekktasta stílbragð, uppnefni, og hefur skrif sín á því að segja, að hætti hússins, pistil Þorgerðar hlægilegan og sparkar í leiðinni í Fréttablaðið, sem Davíð hefur reyndar áður sagt að hann lesi ekki og þekki engan sem það gerir:„Þorgerður skrifar í grein í málgagn Viðreisnar, Helgablaðið, sem kallað er, og minnir á að hún „hafi verið í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum.“ Ekki er víst að forysta Sjálfstæðisflokksins geti varpað öndinni léttar við það að Þorgerður og Viðreisn sé skotspónn hins úfna ritstjóra. Því hún er hvergi nærri laus af önglinum og eru hrósyrði Þorgerðar um nokkra forystumenn flokksins einmitt höfð þeim til háðungar, í meðförum Davíðs. Sá sem á Þorgerði að vini þarf enga fleiri: Leynimakk ríkisstjórnar um orkupakka „Næst sneri Þorgerður að deilum í Sjálfstæðisflokki eftir uppnám er leynimakk ríkisstjórnar um orkupakka barst upp undir yfirborð svo braut á. Fyrstu tveimur pökkunum var lætt í gegn svo engan grunaði nokkuð ljótt. Þar var mjög nærri stjórnarskránni höggvið. Nú þegar pakkarnir þrír liggja saman fyrir þarf eindreginn brotavilja til að hafna ásökunum um stjórnarskrárbrot. En Þorgerður segir að nú „blasi við ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi“ og lætur eins og þá horfi hún til gjörvallrar sögu flokkakerfisins.“Fastlega má gera ráð fyrir því að skrif Davíðs sem birtust í morgun verði höfð til marks um snilld þessa fyrrum foringja flokksins meðal þeirra sem eru ósáttir við þróun mála.Pistlahöfundur telur þetta einkennilega meldingu úr þeirri áttinni: „Þessi fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks kynnti fyrirvaralaust brottför sína þaðan og jafnframt eins og í framhjáhlaupi að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður, yrði samferða sér út. Kúnstug aðferð það,“ skrifar Davíð sem er eins og fíllinn og mun seint gleyma því eða fyrirgefa þegar Þorgerður sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum.Þorgerður Katrín sem fauk í viðreisnargolunni Davíð rekur sig í gegnum pistil Þorgerðar og kemur þar að þegar hún beinir orðum sínum að Bjarna Benediktssyni formanni flokksins. Sem að sögn Davíðs reyndi lengi að gera Þorgerði til hæfis „áður en hún fauk í viðreisnargolunni“. Og áfram gengur dælan: „Nú segir Þorgerður að vondir menn hafi formanninn að háði og spotti „með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi af óskiljanlegum ástæðum“. En segir svo, að „ástæðan fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat“. Þetta segir Davíð með ólíkindum og allt hér á haus. Sem má til sanns vegar færa en það fer sjálfsagt eftir því hver horfir hvern og hvað má sjá á hlið. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. 28. júní 2019 16:02 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. 3. júlí 2019 07:00 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er í miklu stuði í sínum nýjasta leiðara sem birtist í morgun og uppnefnir fólk og fyrirbæri vinstri hægri. „Þorgerður kóngsdóttir í Klofningi á augljóslega erfitt með að kyngja þeirri staðreynd þótt hún viðurkenni hana, en bindur vonir sínar við að einhverjar skjátur kunni að rekast yfir ryðgaðan gaddavírinn til smáflokksins sem er á göngunni sem slíkra flokka bíður ætíð sé sæmilega tekið á móti.“ Svo lýkur pistlinum sem ber vitni um verulega flókna stöðu á hægri væng stjórnmálanna. Þó pistillinn sé nafnlaus þarf engum blöðum um það að fletta að þarna heldur Davíð, fyrrverandi foringi Sjálfstæðisflokksins, um penna og otar honum í átt að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Davíð gerir nýlegan pistil hennar að umfjöllunarefni og finnur efni hans flest til foráttu.Kóngsdóttirin sem skrifar í Helgablaðið málgagn Viðreisnar Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um eru greinarskrif Davíðs í Morgunblaðið farin að valda forystu flokksins verulegum ónotum, ama og vandræðum. Davíð er eindreginn andstæðingur 3. orkupakkans, gengur þar í takti við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, og telja nú margir Sjálfstæðismenn svo komið að Morgunblaðið geti ekki lengur talist málgagn Sjálfstæðisflokksins. Sú staða út af fyrir sig sætir tíðindum og eflaust vilja þeir sem tala um að Morgunblaðið hafi mátt á við sem áður var meina að fylgisaukningu sem merkja má við Miðflokkinn megi einmitt rekja til stuðnings Davíðs og Morgunblaðsins við Sigmund Davíð og hans menn. Enda talar ritstjóri Morgunblaðsins eins og sá sem valdið hefur.Davíð og Styrmir pönkast sem mest þeir mega í forystu flokksins. Víst er að margan Sjálfstæðismanninn svíður að Morgunblaðið skuli hamast svo gegn flokknum og raun ber vitni.Davíð notar óspart sitt þekktasta stílbragð, uppnefni, og hefur skrif sín á því að segja, að hætti hússins, pistil Þorgerðar hlægilegan og sparkar í leiðinni í Fréttablaðið, sem Davíð hefur reyndar áður sagt að hann lesi ekki og þekki engan sem það gerir:„Þorgerður skrifar í grein í málgagn Viðreisnar, Helgablaðið, sem kallað er, og minnir á að hún „hafi verið í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum.“ Ekki er víst að forysta Sjálfstæðisflokksins geti varpað öndinni léttar við það að Þorgerður og Viðreisn sé skotspónn hins úfna ritstjóra. Því hún er hvergi nærri laus af önglinum og eru hrósyrði Þorgerðar um nokkra forystumenn flokksins einmitt höfð þeim til háðungar, í meðförum Davíðs. Sá sem á Þorgerði að vini þarf enga fleiri: Leynimakk ríkisstjórnar um orkupakka „Næst sneri Þorgerður að deilum í Sjálfstæðisflokki eftir uppnám er leynimakk ríkisstjórnar um orkupakka barst upp undir yfirborð svo braut á. Fyrstu tveimur pökkunum var lætt í gegn svo engan grunaði nokkuð ljótt. Þar var mjög nærri stjórnarskránni höggvið. Nú þegar pakkarnir þrír liggja saman fyrir þarf eindreginn brotavilja til að hafna ásökunum um stjórnarskrárbrot. En Þorgerður segir að nú „blasi við ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi“ og lætur eins og þá horfi hún til gjörvallrar sögu flokkakerfisins.“Fastlega má gera ráð fyrir því að skrif Davíðs sem birtust í morgun verði höfð til marks um snilld þessa fyrrum foringja flokksins meðal þeirra sem eru ósáttir við þróun mála.Pistlahöfundur telur þetta einkennilega meldingu úr þeirri áttinni: „Þessi fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks kynnti fyrirvaralaust brottför sína þaðan og jafnframt eins og í framhjáhlaupi að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður, yrði samferða sér út. Kúnstug aðferð það,“ skrifar Davíð sem er eins og fíllinn og mun seint gleyma því eða fyrirgefa þegar Þorgerður sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum.Þorgerður Katrín sem fauk í viðreisnargolunni Davíð rekur sig í gegnum pistil Þorgerðar og kemur þar að þegar hún beinir orðum sínum að Bjarna Benediktssyni formanni flokksins. Sem að sögn Davíðs reyndi lengi að gera Þorgerði til hæfis „áður en hún fauk í viðreisnargolunni“. Og áfram gengur dælan: „Nú segir Þorgerður að vondir menn hafi formanninn að háði og spotti „með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi af óskiljanlegum ástæðum“. En segir svo, að „ástæðan fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat“. Þetta segir Davíð með ólíkindum og allt hér á haus. Sem má til sanns vegar færa en það fer sjálfsagt eftir því hver horfir hvern og hvað má sjá á hlið.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. 28. júní 2019 16:02 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. 3. júlí 2019 07:00 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. 28. júní 2019 16:02
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. 3. júlí 2019 07:00
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32