Eltu bíl Kawhi Leonard á þyrlu: Enn beðið og Kawhi er með þrjú NBA-lið í „gíslingu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 10:30 Kawhi Leonard er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar og maðurinn á bak við sigur Toronto Raptors í ár. Getty/John W. McDonough Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN. NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN.
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira