Perú í úrslitaleikinn á móti Brössum eftir sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 06:00 Yoshimar Yotun og Luis Advincula fagna sigri í nótt. Getty/Alessandra Cabral Perúmenn eru komnir í sinn fyrsta úrslitaleik í Copa America og enduðu jafnframt sigurgöngu Síle í keppninni með 3-0 sigri í undanúrslitaleik þjóðanna í nótt. Perú mætir heimamönnum í Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn sem fer fram á hinum fræga Maracana leikvangi í Ríó. Síle hafði unnið tvær síðustu Suðurameríkukeppnir en voru aldrei nálægt þessum úrslitaleik. Perúmenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og voru með góð tök á leiknum. Perúska liðið hefur tekið sannkölluðum stakkaskiptum í þessari keppni því þetta sama lið skoraði aðeins þrjú mörk samanlagt í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og steinlá 5-0 á móti Brasilíu fyrr í keppninni. Edison Flores skoraði fyrsta markið á 20. mínútu þegar hann fékk boltann á fjærstönginni eftir horn. Andre Carillo nýtti sér síðan skelfileg mistök markvarðar Síle á 37. mínútu og kom Perú í 2-0 fyrir hálfleik. Þriðja og síðasta mark Perú skoraði fyrirliðinn Paolo Guerrero í uppbótartíma. Það átti þó ýmislegt eftir að gerast ennþá því Pedro Gallese varði víti frá Sílemanninum Eduardo Vargas í lokin. „Perú spilaði vel og á skilið að vera í úrslitaleiknum. Þetta er sárt því við ætluðum okkur að vinna annan titil. Við fengum færi í seinni hálfleiknum en náðum ekki að nýta þau,“ sagði Gary Medel, miðjumaður Síle, eftir leikinn. Síle vann Copa America í tvö síðustu skipti sem hún fór fram eða 2005 og 2006. Perú hefur ekki endað svona ofarlega síðan þeir unnu keppnina fyrir 44 árum eða árið 1975. Þá var enginn úrslitaleikur ekki frekar en þegar Perú vann í fyrra skiptið árið 1939. Liðin spiluðu þá í einum riðli. Þetta verður því fyrsti úrslitaleikur Perú í sögu Copa America. „Við spiluðum allir vel og fórnuðum okkur allir. Við vorum mjög ákafir í þessum leik og eigum skilið að vera í úrslitaleiknum. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og fara að hugsa um Brasilíu. Þetta verður mjög erfiður úrslitaleikur,“ sagði Paolo Guerrero, fyrirliði Perú. Copa América Perú
Perúmenn eru komnir í sinn fyrsta úrslitaleik í Copa America og enduðu jafnframt sigurgöngu Síle í keppninni með 3-0 sigri í undanúrslitaleik þjóðanna í nótt. Perú mætir heimamönnum í Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn sem fer fram á hinum fræga Maracana leikvangi í Ríó. Síle hafði unnið tvær síðustu Suðurameríkukeppnir en voru aldrei nálægt þessum úrslitaleik. Perúmenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og voru með góð tök á leiknum. Perúska liðið hefur tekið sannkölluðum stakkaskiptum í þessari keppni því þetta sama lið skoraði aðeins þrjú mörk samanlagt í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og steinlá 5-0 á móti Brasilíu fyrr í keppninni. Edison Flores skoraði fyrsta markið á 20. mínútu þegar hann fékk boltann á fjærstönginni eftir horn. Andre Carillo nýtti sér síðan skelfileg mistök markvarðar Síle á 37. mínútu og kom Perú í 2-0 fyrir hálfleik. Þriðja og síðasta mark Perú skoraði fyrirliðinn Paolo Guerrero í uppbótartíma. Það átti þó ýmislegt eftir að gerast ennþá því Pedro Gallese varði víti frá Sílemanninum Eduardo Vargas í lokin. „Perú spilaði vel og á skilið að vera í úrslitaleiknum. Þetta er sárt því við ætluðum okkur að vinna annan titil. Við fengum færi í seinni hálfleiknum en náðum ekki að nýta þau,“ sagði Gary Medel, miðjumaður Síle, eftir leikinn. Síle vann Copa America í tvö síðustu skipti sem hún fór fram eða 2005 og 2006. Perú hefur ekki endað svona ofarlega síðan þeir unnu keppnina fyrir 44 árum eða árið 1975. Þá var enginn úrslitaleikur ekki frekar en þegar Perú vann í fyrra skiptið árið 1939. Liðin spiluðu þá í einum riðli. Þetta verður því fyrsti úrslitaleikur Perú í sögu Copa America. „Við spiluðum allir vel og fórnuðum okkur allir. Við vorum mjög ákafir í þessum leik og eigum skilið að vera í úrslitaleiknum. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og fara að hugsa um Brasilíu. Þetta verður mjög erfiður úrslitaleikur,“ sagði Paolo Guerrero, fyrirliði Perú.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti