Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 12:33 Rússneskur sjóliði á gangi við Pétursborg. Talið er að áhöfn kafbátsins sem lést hafi komið þaðan. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml sæta gagnrýni heima fyrir vegna eldsvoða í kafbáti sem varð fjórtán manna áhöfn að bana á mánudag. Ekki var greint frá eldsvoðanum fyrr en í gær og hafa stjórnvöld veitt takmarkaðar upplýsingar um atvik. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létust bátsverjarnir af völdum eiturgufa frá eldinum. Þau hafa lýst kafbátnum sem djúpsjávarrannsóknakafbát sem hafi verið við mælingar á sjávarbotninum í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Ekkert hefur komið fram um hvort að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn eða hvaða gerðar hann var, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vísaði spurningu um hvort báturinn hafi verið kjarnaknúinn á varnarmálaráðuneytið. Norsk stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við óvenjulega geislun. Í rússneskum fjölmiðlum hefur heyrst gagnrýni á stjórnvöld og viðbrögðum þeirra líkt við það þegar sovésk yfirvöld þögðu þunnu hljóði um kjarnorkuslysið í Tsjérnóbíl árið 1986. „Það er alls ekkert vitað í augnablikinu, hver, hvað…Ég skil ekki eitt: hvers vegna leið dagur og fyrst þá gáfu þeir út yfirlýsingu um þá látnu? Hvers vegna vitum við ekki nöfn þeirra? Er þetta eðlilegt?“ spurði Jevgení Butnman, þulur á útvarpsstöðinni Ekho Moskvy. Fréttastofan RBC hélt því fram að kafbáturinn væri af gerðinni AS-12 og væri kjarnorkuknúinn. Hann væri hannaður til að kafa á miklu dýpi og er einn þeirra kafbáta sem mest leynd ríkir yfir í rússneska flotanum. Nítján ár eru frá því að 118 rússneskir sjóliðar fórust um borð í kjarnorkuknúna kafbátnum Kursk í Barentshafi. Líkt og nú voru rússnesk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og lélegar björgunartilraunir. Þá líkt og nú var Vladímír Pútín forseti landsins. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml sæta gagnrýni heima fyrir vegna eldsvoða í kafbáti sem varð fjórtán manna áhöfn að bana á mánudag. Ekki var greint frá eldsvoðanum fyrr en í gær og hafa stjórnvöld veitt takmarkaðar upplýsingar um atvik. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létust bátsverjarnir af völdum eiturgufa frá eldinum. Þau hafa lýst kafbátnum sem djúpsjávarrannsóknakafbát sem hafi verið við mælingar á sjávarbotninum í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Ekkert hefur komið fram um hvort að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn eða hvaða gerðar hann var, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vísaði spurningu um hvort báturinn hafi verið kjarnaknúinn á varnarmálaráðuneytið. Norsk stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við óvenjulega geislun. Í rússneskum fjölmiðlum hefur heyrst gagnrýni á stjórnvöld og viðbrögðum þeirra líkt við það þegar sovésk yfirvöld þögðu þunnu hljóði um kjarnorkuslysið í Tsjérnóbíl árið 1986. „Það er alls ekkert vitað í augnablikinu, hver, hvað…Ég skil ekki eitt: hvers vegna leið dagur og fyrst þá gáfu þeir út yfirlýsingu um þá látnu? Hvers vegna vitum við ekki nöfn þeirra? Er þetta eðlilegt?“ spurði Jevgení Butnman, þulur á útvarpsstöðinni Ekho Moskvy. Fréttastofan RBC hélt því fram að kafbáturinn væri af gerðinni AS-12 og væri kjarnorkuknúinn. Hann væri hannaður til að kafa á miklu dýpi og er einn þeirra kafbáta sem mest leynd ríkir yfir í rússneska flotanum. Nítján ár eru frá því að 118 rússneskir sjóliðar fórust um borð í kjarnorkuknúna kafbátnum Kursk í Barentshafi. Líkt og nú voru rússnesk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og lélegar björgunartilraunir. Þá líkt og nú var Vladímír Pútín forseti landsins.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49