Skralllag með Palla á Rassabassa Ella Grill Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 3. júlí 2019 11:15 Tíundi áratugurinn svífur yfir vötnum á plötunni. Í dag kemur út þriðja plata Ella Grill, Rassa bassi vol.2. Tónlistin er dansvæn og sækir ýmislegt í klúbbatónlist tíunda áratugarins. Enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson er með stjörnuinnkomu í einu lagi plötunnar, en það nefnist Party tæm. Þetta er þriðja platan sem kemur út með Ella á jafnmörgum árum, en 2017 kom út platan Þykk fitan vol.5 og í fyrra var það platan Pottþétt Elli Grill. Sú síðarnefnda vann til Kraumsverðlauna og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.Plötuumslagið er uppfullt af skírskotunum til tíunda áratugarins. Sem dæmi má nefna svokallaðan „acid house“ broskall, en umslag síðustu plötu Ella stælaði einmitt umslög Pottþétt-plötu seríunnar sem var afar vinsæl á þeim tíma.Trapp-byggða hipp-hoppið hefur verið skilið eftir við vegkantinn á nýju plötunni, og kveður við nýjan tón hjá Ella. Teknótaktar eru allsráðandi og flutningur Ella dynur í sama hrynjanda. Þyrluhattar eru alls fjarverandi og í staðinn spyrnir Elli sperrtur fjórum í flórinn. Á Pottþétt Ella Grill mátti greina þróun í átt að slíkri taktfastri reiftónlist en á Rassa bassa er stökkið tekið alla leið. Djöflakenndur sýruhljómur einkennir þó enn tónlist Ella þó hrynjandinn sé beinskeyttari en áður. Balatron pródúseraði plötuna, en hann kom einnig að gerð síðustu plötu Ella. Hér að neðan má streyma plötunni nýútgefnu. Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45 Með teknó-ið djúpt í blóðinu Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli. 26. október 2018 12:00 Elli Grill frumsýnir nýtt myndband Í dag sendir tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér nýtt myndband við lagið ÁETTA MÁETTA sem er að finna á plötu hans Pottþétt Elli Grill sem kom út í fyrra. 10. febrúar 2019 11:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Í dag kemur út þriðja plata Ella Grill, Rassa bassi vol.2. Tónlistin er dansvæn og sækir ýmislegt í klúbbatónlist tíunda áratugarins. Enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson er með stjörnuinnkomu í einu lagi plötunnar, en það nefnist Party tæm. Þetta er þriðja platan sem kemur út með Ella á jafnmörgum árum, en 2017 kom út platan Þykk fitan vol.5 og í fyrra var það platan Pottþétt Elli Grill. Sú síðarnefnda vann til Kraumsverðlauna og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.Plötuumslagið er uppfullt af skírskotunum til tíunda áratugarins. Sem dæmi má nefna svokallaðan „acid house“ broskall, en umslag síðustu plötu Ella stælaði einmitt umslög Pottþétt-plötu seríunnar sem var afar vinsæl á þeim tíma.Trapp-byggða hipp-hoppið hefur verið skilið eftir við vegkantinn á nýju plötunni, og kveður við nýjan tón hjá Ella. Teknótaktar eru allsráðandi og flutningur Ella dynur í sama hrynjanda. Þyrluhattar eru alls fjarverandi og í staðinn spyrnir Elli sperrtur fjórum í flórinn. Á Pottþétt Ella Grill mátti greina þróun í átt að slíkri taktfastri reiftónlist en á Rassa bassa er stökkið tekið alla leið. Djöflakenndur sýruhljómur einkennir þó enn tónlist Ella þó hrynjandinn sé beinskeyttari en áður. Balatron pródúseraði plötuna, en hann kom einnig að gerð síðustu plötu Ella. Hér að neðan má streyma plötunni nýútgefnu.
Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45 Með teknó-ið djúpt í blóðinu Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli. 26. október 2018 12:00 Elli Grill frumsýnir nýtt myndband Í dag sendir tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér nýtt myndband við lagið ÁETTA MÁETTA sem er að finna á plötu hans Pottþétt Elli Grill sem kom út í fyrra. 10. febrúar 2019 11:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45
Með teknó-ið djúpt í blóðinu Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli. 26. október 2018 12:00
Elli Grill frumsýnir nýtt myndband Í dag sendir tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér nýtt myndband við lagið ÁETTA MÁETTA sem er að finna á plötu hans Pottþétt Elli Grill sem kom út í fyrra. 10. febrúar 2019 11:30