Allt rafmagn sló út í Vestmannaeyjum í kvöld. Rafmagnið er nú komið aftur á.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum varði rafmagnsleysið í rúman klukkutíma en rafmagnið var nýkomið aftur á þegar blaðamaður hringdi til Vestmannaeyja um klukkan átta.
Ástæða rafmagnsleysisins liggur ekki fyrir að svo stöddu.

