Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:19 Spjöll voru unnin í þingsalnum þegar mótmælendur brutu sér leið þangað inn. Máluðu þeir meðal annars yfir táknmynd Hong Kong í salnum. Vísir/EPA Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00
Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17