Golf

Með fimm högga forystu fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cydney Clanton og Jasmine Suwannapura léku á níu höggum undir pari í dag.
Cydney Clanton og Jasmine Suwannapura léku á níu höggum undir pari í dag. vísir/getty
Cydney Clanton frá Bandaríkjunum og Jasmine Suwannapura frá Taílandi eru með fimm högga forystu fyrir lokahringinn á Dow Great Lakes Bay Invitational-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Leikið er á Midland-vellinum í Michigan.

Clanton og Suwannapura léku liða best í dag, eða á sjö höggum undir pari.

Þær eru samtals á 16 höggum undir pari, fimm höggum á undan næstu liðum.

Í gær taldi betra skor á hverri holu en í dag skiptust kylfingarnir á að slá einn bolta.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í liði með Cheyenne Woods á mótinu. Þær stöllur komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá fjórða og síðasta hring mótsins hefst klukkan 22:00 á Stöð 2 Golf á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×