Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:08 Talið er að um fimmtíu grindhvali hafi rekið á land við Löngufjörur á Snæfellsnesi í gær. Mynd/David Scwarzhan Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar. Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar.
Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20