Bardagamenn bregða sverðum í Eyjafirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 06:30 Íslenski hesturinn er ómissandi á Gásastað, bæði að fornu og nýju, en þar verður haldin hátíð með sönnu miðaldasniði Hér verða um hundrað Gásverjar við leik og störf alla helgina og margt í boði fyrir gesti sem vilja fylgjast með lífi fólks á miðöldum og kaupa ýmiss konar varning sem þá var boðinn til kaups,“ segir Tinna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Miðaldadaga 2019, þegar forvitnast er um þann gjörning sem í vændum er á Gásum í Eyjafirði 20. og 21. júlí. „Kaupstaðurinn verður líf legur og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir fólk á öllum aldri. Því gefst kostur á að upplifa blómatíma staðarins, kynnast handverki af ýmsum toga og daglegum störfum,“ segir Tinna og nefnir bókfellsgerð úr kálfskinni, kaðlagerð, tréskurð, leirmunavinnslu og vattarsaum sem dæmi um iðnir sem hægt verður að fylgjast með á staðnum. „Svo verður bogfimi æfð og bardagamenn munu bregða sverðum, gapastokkur Gásakaupstaðar verður nýttur fyrir glæpamenn og gestir fá að grýta þá með eggjum.“ Þetta er í sextánda sinn sem verslunarstaðurinn Gásar er endurskapaður sem tilgátusvæði með tilheyrandi mannlífi. Tónlist á hátíðinni verður í þeim anda sem hæfir tilefninu, bæði ætlar Jónína Björt – sem titluð er miðaldakona – að syngja íslensk þjóðlög og félagar úr sönghópnum Hymnodiu flytja lög frá miðöldum. Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Fornminjar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hér verða um hundrað Gásverjar við leik og störf alla helgina og margt í boði fyrir gesti sem vilja fylgjast með lífi fólks á miðöldum og kaupa ýmiss konar varning sem þá var boðinn til kaups,“ segir Tinna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Miðaldadaga 2019, þegar forvitnast er um þann gjörning sem í vændum er á Gásum í Eyjafirði 20. og 21. júlí. „Kaupstaðurinn verður líf legur og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir fólk á öllum aldri. Því gefst kostur á að upplifa blómatíma staðarins, kynnast handverki af ýmsum toga og daglegum störfum,“ segir Tinna og nefnir bókfellsgerð úr kálfskinni, kaðlagerð, tréskurð, leirmunavinnslu og vattarsaum sem dæmi um iðnir sem hægt verður að fylgjast með á staðnum. „Svo verður bogfimi æfð og bardagamenn munu bregða sverðum, gapastokkur Gásakaupstaðar verður nýttur fyrir glæpamenn og gestir fá að grýta þá með eggjum.“ Þetta er í sextánda sinn sem verslunarstaðurinn Gásar er endurskapaður sem tilgátusvæði með tilheyrandi mannlífi. Tónlist á hátíðinni verður í þeim anda sem hæfir tilefninu, bæði ætlar Jónína Björt – sem titluð er miðaldakona – að syngja íslensk þjóðlög og félagar úr sönghópnum Hymnodiu flytja lög frá miðöldum.
Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Fornminjar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira