Game of Thrones-stjarna tilnefndi sjálfa sig til Emmy-tilnefningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 10:55 Gwendoline Christie fór með hlutverk Brienne of Tarth í þáttunum vinsælu. Vísir/AP Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira