Ólafía og Woods neðarlega eftir fyrsta hring Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2019 19:45 Ólafía Þórunn og Cheyenne Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum. MYND/GOLF.IS/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods náðu sér ekki á strik á fyrsta hring Dow Great Lakes Bay Inventional-mótsins í dag. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Keppt er í tveggja manna liðum á mótinu. Tveir hringir eru leiknir með fjórmennings fyrirkomulagi og tveir með betri bolta. Ólafía og Woods byrjuðu illa og voru á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Þær réttu hlut sinn á seinni níu sem þær léku á einu höggi yfir pari. Ólafía og Woods, sem voru skólasystur í Wake Forest-háskólanum, eru því samtals á sex höggum yfir pari. Þær eru í 65. sæti mótsins. Hinar kanadísku Brooke M. Henderson og Alena Sharp eru með eins höggs forystu á mótinu. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4 á morgun. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods náðu sér ekki á strik á fyrsta hring Dow Great Lakes Bay Inventional-mótsins í dag. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Keppt er í tveggja manna liðum á mótinu. Tveir hringir eru leiknir með fjórmennings fyrirkomulagi og tveir með betri bolta. Ólafía og Woods byrjuðu illa og voru á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Þær réttu hlut sinn á seinni níu sem þær léku á einu höggi yfir pari. Ólafía og Woods, sem voru skólasystur í Wake Forest-háskólanum, eru því samtals á sex höggum yfir pari. Þær eru í 65. sæti mótsins. Hinar kanadísku Brooke M. Henderson og Alena Sharp eru með eins höggs forystu á mótinu. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4 á morgun.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira