Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum Heimsljós kynnir 17. júlí 2019 13:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á ráðherrafundinum í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní síðastliðnum. Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu áskoranir og árangur í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi, með sérstakri áherslu á loftslagsmálin en aðgerðir ríkja í loftslagsmálum munu hafa áhrif á framgang allra heimsmarkmiðanna. Hún sagði loftslagsbreytingar hafa áhrif á landið okkar, vistkerfi, hagkerfið og samfélagið allt. Brýnt væri að innleiða sjálfbærnihugsun í alla opinbera stefnumótun. Auk forsætisráðherra tóku þátt í kynningunni fyrir Íslands hönd tveir fulltrúar Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Kristbjörg Mekkín Helgadóttur og Sigurði Einarssyni Mäntylä, auk Eddu Sif Pind Aradóttur, fulltrúa CarbFix.Edda Sig Pind Aradóttir.„Til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þurfum við að leiðrétta ójafnvægi milli kynslóða og það efnahagslega ójafnrétti sem innbyggt er í vandann. Við þurfum á félagslegu réttlæti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld, nærsamfélög, atvinnulífið, félagasamtök, menntakerfið og almenningur þurfa öll að vinna saman. Og við þurfum á alþjóða samvinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr,” segir forsætisráðherra á vef Stjórnarráðsins.Kristbjörg Mekkín Helgadóttir.Árlegur fundur Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (High Level Political Forum, HLPF) stendur nú yfir í New York dagana 9.–18. júlí. Meginþema fundarins er: Empowering people and ensuring inclusiveness and equality. Áherslumarkmiðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hagvöxtur (SDG), aukinn jöfnuður (SDG 10), aðgerðir í loftslagsmálum (SDG 13), friður og réttlæti (SDG 16) og samvinna um markmiðin (SDG 17), það síðastnefnda er til umfjöllunar á hverju ári. Sigurður Einarsson MäntyläÍ tengslum við ráðherrafundinn tekur forsætisráðherra einnig taka þátt í þremur mismunandi hliðarviðburðum sem Ísland stendur að í samvinnu við; Norrænu ráðherranefndina; Malaví; og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) og Rúmeníu. Þá átti forsætisráðherra í gær tvíhliðafundi með Helen Clark, framkvæmdastjóra Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Luis Alfonso de Alba, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra SÞ fyrir leiðtogafund um loftslagsmál sem fram fer í New York í september næstkomandi í tengslum við Allsherjarþing SÞ.Kynning um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunumÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní síðastliðnum. Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu áskoranir og árangur í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi, með sérstakri áherslu á loftslagsmálin en aðgerðir ríkja í loftslagsmálum munu hafa áhrif á framgang allra heimsmarkmiðanna. Hún sagði loftslagsbreytingar hafa áhrif á landið okkar, vistkerfi, hagkerfið og samfélagið allt. Brýnt væri að innleiða sjálfbærnihugsun í alla opinbera stefnumótun. Auk forsætisráðherra tóku þátt í kynningunni fyrir Íslands hönd tveir fulltrúar Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Kristbjörg Mekkín Helgadóttur og Sigurði Einarssyni Mäntylä, auk Eddu Sif Pind Aradóttur, fulltrúa CarbFix.Edda Sig Pind Aradóttir.„Til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þurfum við að leiðrétta ójafnvægi milli kynslóða og það efnahagslega ójafnrétti sem innbyggt er í vandann. Við þurfum á félagslegu réttlæti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld, nærsamfélög, atvinnulífið, félagasamtök, menntakerfið og almenningur þurfa öll að vinna saman. Og við þurfum á alþjóða samvinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr,” segir forsætisráðherra á vef Stjórnarráðsins.Kristbjörg Mekkín Helgadóttir.Árlegur fundur Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (High Level Political Forum, HLPF) stendur nú yfir í New York dagana 9.–18. júlí. Meginþema fundarins er: Empowering people and ensuring inclusiveness and equality. Áherslumarkmiðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hagvöxtur (SDG), aukinn jöfnuður (SDG 10), aðgerðir í loftslagsmálum (SDG 13), friður og réttlæti (SDG 16) og samvinna um markmiðin (SDG 17), það síðastnefnda er til umfjöllunar á hverju ári. Sigurður Einarsson MäntyläÍ tengslum við ráðherrafundinn tekur forsætisráðherra einnig taka þátt í þremur mismunandi hliðarviðburðum sem Ísland stendur að í samvinnu við; Norrænu ráðherranefndina; Malaví; og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) og Rúmeníu. Þá átti forsætisráðherra í gær tvíhliðafundi með Helen Clark, framkvæmdastjóra Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Luis Alfonso de Alba, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra SÞ fyrir leiðtogafund um loftslagsmál sem fram fer í New York í september næstkomandi í tengslum við Allsherjarþing SÞ.Kynning um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunumÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent