Yfir 800 laxar gengnir í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 17. júlí 2019 12:47 Mynd úr safni Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum verða birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í kvöld og það er búist við afar litlum breytingum í flestum ánum sérstaklega á vesturlandi. Tölurnar segja samt ekki allt. Við ætlum að taka eitt dæmi. Langá á Mýrum er með teljara við fossinn Skugga og við Sveðjufoss. Við Sveðjufoss fer allur lax í gagn til að fara á efsta svæðið sem er gjarnan kallað Fjallið. Þar hafa 130 laxar farið í gegn nú þegar en þetta svæði kemur yfirleitt ekki inn fyrr en í lok júlí. Í teljaranum í Skuggafossi er talan nýdottin yfir 800 laxa en í vatnshæðinni sem hefur verið í sumar hefur mikið af laxi farið fossinn og það sést vel þegar litlu pallarnir eru skoðaðir en þar má auðveldlega sjá laxa þegar þeir stoppa aðeins áður en þeir klára fossinn. Gefum okkur að það hafi ca 200-300 laxar farið Skugga sem er ekkert ólíklegt, þvert á móti. Langá dettur líklega í 100 laxa í dag eða morgun sem er langt undir öllu eðlilegu enda sumarið einkennst af þurrki en áin er ekki vatnslaus, hún er vatnslítil. Það er afar lítil taka við þessi skilyrði en samt kroppast upp fiskur. Gott úrhelli gæti breytt ansi miklu og komið laxinum af stað. En aftur að tölum. Það er líklegt að það séu um 1100-1200 laxar í ánni og það eru að koma inn 50-80 laxar á hverju flóði í gegnum teljarann svo það er ekki hægt að tala um laxleysi heldur en þetta er vissulega minna en menn vonuðust eftir. Langá er ekkert einsdæmi með þetta og árnar sem eru hvað verst haldnar af vatnsleysi eiga örugglega eftir að lifna aðeins við þegar það fer að rigna. Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði
Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum verða birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í kvöld og það er búist við afar litlum breytingum í flestum ánum sérstaklega á vesturlandi. Tölurnar segja samt ekki allt. Við ætlum að taka eitt dæmi. Langá á Mýrum er með teljara við fossinn Skugga og við Sveðjufoss. Við Sveðjufoss fer allur lax í gagn til að fara á efsta svæðið sem er gjarnan kallað Fjallið. Þar hafa 130 laxar farið í gegn nú þegar en þetta svæði kemur yfirleitt ekki inn fyrr en í lok júlí. Í teljaranum í Skuggafossi er talan nýdottin yfir 800 laxa en í vatnshæðinni sem hefur verið í sumar hefur mikið af laxi farið fossinn og það sést vel þegar litlu pallarnir eru skoðaðir en þar má auðveldlega sjá laxa þegar þeir stoppa aðeins áður en þeir klára fossinn. Gefum okkur að það hafi ca 200-300 laxar farið Skugga sem er ekkert ólíklegt, þvert á móti. Langá dettur líklega í 100 laxa í dag eða morgun sem er langt undir öllu eðlilegu enda sumarið einkennst af þurrki en áin er ekki vatnslaus, hún er vatnslítil. Það er afar lítil taka við þessi skilyrði en samt kroppast upp fiskur. Gott úrhelli gæti breytt ansi miklu og komið laxinum af stað. En aftur að tölum. Það er líklegt að það séu um 1100-1200 laxar í ánni og það eru að koma inn 50-80 laxar á hverju flóði í gegnum teljarann svo það er ekki hægt að tala um laxleysi heldur en þetta er vissulega minna en menn vonuðust eftir. Langá er ekkert einsdæmi með þetta og árnar sem eru hvað verst haldnar af vatnsleysi eiga örugglega eftir að lifna aðeins við þegar það fer að rigna.
Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði